Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Aðeins einu sinni hef ég séð panelklætt fjárhús.
Aðeins einu sinni hef ég séð panelklætt fjárhús.
Fréttir 3. febrúar 2016

Vangaveltur um bætta ásýnd býla

Þessir smápistlar hér, sem nefnast Öryggi, heilsa og umhverfi, hefur mest verið skrifað um forvarnir gegn slysum. 
 
Mjög lítið hefur verið skrifað um heilsu og ásýnd. Í símaspjalli við Guðmund Hallgrímsson seint á síðasta ári spurði ég hann um hvað helst væri að almennt á býlum. Hann sagði að svarið væri ekki einfalt því að það væri mikill munur á hvort hjóna væri talað við á býlum, sé um hjón að ræða, því að eiginkonan setti ásýnd býlisins mun ofar í röðina séu bæði spurð um hvað þeim finnist um sitt eigið býli og úrbætur á því.
 
Snyrtimennska kostar lítið, en getur gefið mikið stolt
 
Fyrir nokkrum árum kom ég í fjárhús hjá bónda í Reykhólahreppi sem voru svo snyrtileg að ég átti ekki til orð. Svo hrifinn var ég af fjárhúsunum að ég fékk leyfi til að taka mynd af flottustu fjárhúsum sem ég enn hef séð á minni ævi. Þegar ég fór að sýna mönnum þessa mynd voru allir sammála mér að húsin væru flott. Persónulega hefur mér alltaf fundist vanta á Búnaðarþingi verðlaun fyrir snyrtilegasta býli landsins.
 
Búnaðarfélög, kvenfélög eða annar félagsskapur taki af skarið
 
Nú er víða verið að halda upp á þorra með veglegum þorrablótum, en upplagt er að nota þorrablót til að læða inn ásýndarverðlaunum hvers sveitarfélags í bland við aðra skemmtun á þorrablótum. Með því að festa í sessi verðlaun sem þessi er ekki ólíklegt að margur keppnismaðurinn eða konan sjái sjálfan sig fagna verðlaunum fyrir snyrtimennsku og fagra ásýnd í framtíðinni.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f