Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vanfóðraðar kindur aflífaðar
Mynd / BBL
Fréttir 16. apríl 2018

Vanfóðraðar kindur aflífaðar

Matvælastofnun hefur svipt sauðfjárbónda á Austurlandi hluta fjár hans og látið aflífa 58 kindur. Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að féð hafi verið illa á sig komið vegna vannæringar og ekki hugað líf.

Í tilkynningunni segir ennfremur að undanfarin ár hafi Matvælastofnun ítrekað haft afskipti af búskap bóndans sökum margvíslegrar vanhirðu. Í vetur hafi náið eftirlit verið haft með býlinu. 

„Við eftirlit stofnunarinnar í mars höfðu kröfur stofnunarinnar um úrbætur ekki verið virtar og ástand versnað. Þriðjungur fjárins sem var holdastigað reyndist vannærður (holdastig 1,5 eða neðar af 5 á holdastigunarkvarða en 2-4 telst viðunandi eða gott). Ástæða vannæringar er vanfóðrun og léleg heygæði. Ljóst var að margar kindur höfðu orðið fyrir varanlegum skaða og að þeim yrði ekki bjargað.

Við mat á niðurstöðum holdastigunar þarf að taka tillit til aldurs, meðgöngu og árstíma. Á þessum árstíma eru ær á síðari hluta meðgöngu, fóstrin taka mikið til sín og því er fóðurþörf mikil og ekki síst eftir burð til að framleiða mjólk. Af þessum ástæðum kemur vannæring hratt fram og erfitt að snúa þeirri þróun við.

Áfram verður unnið að úrbótum fyrir féð sem eftir lifir á bænum og eru frekari aðgerðir fyrirhugaðar síðar í mánuðinum með það að markmiði að tryggja velferð fjárins eins og kostur er,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...