Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Vandi vegna lágs afurðaverðs og aukins kostnaðar
Fréttir 15. apríl 2015

Vandi vegna lágs afurðaverðs og aukins kostnaðar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Bændasamtökin Copa Cogeca, sem er samstarfsvettvangur bænda innan Evrópusambandsins, hélt fund með mjólkurframleiðendum á dögunum vegna lækkandi mjólkurverðs og hækkandi framleiðslukostnaðar.
Var landbúnaðarráðherra ESB hvattur til að beita sér fyrir aðgerðum til að styrkja bændur vegna aðlögunar að breyttu landbúnaðarkerfi (New Common Agricultural Policy - CAP). 
Forsvarsmenn Copa Cogeca funduðu með háttsettum mönnum ESB í Lettlandi fyrir skömmu. Telja bændur nauðsynlegt að hjálpa framleiðendum vegna breytinga á markaðsaðstæðum samfara breytingum á landbúnaðarkerfi ESB. Þá hefur viðskiptabann Evrópusambandsins gagnvart Rússum haft gríðarleg áhrif á bændur víða um álfuna.
ESB hefur tilkynnt að áhersla verði lögð á lífræna framleiðslu sem bændur segjast fagna. Þeir segja þó um leið að taka verði tillit til krafna þeirra um að allt kerfið verði einfaldað og að dregið verði úr skriffinnsku. Þá verði haldið áfram með stefnu sem mörkuð var undir forystu Ítala um áherslu á blandaðan búrekstur.
Í ljósi viðskiptabannsins á Rússa telja bændur mikilvægt að opnað verði fyrir viðskiptasamninga við Bandaríkin og Japan. Þar verði þó að vanda vel til verka. Þá er bent á að margvíslegar viðskiptahindranir hafi verið í vegi fyrir því að fríverslunarsamningur geti orðið að veruleika. 

Skylt efni: Matvara | CAP

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f