Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Listflugvélarnar TF-ABJ og TF-TOP á Flugdegi Flugsafnsins 2023. Flugdagurinn verður haldinn laugardaginn 22. júní í ár.
Listflugvélarnar TF-ABJ og TF-TOP á Flugdegi Flugsafnsins 2023. Flugdagurinn verður haldinn laugardaginn 22. júní í ár.
Mynd / Aðsendar
Menning 5. febrúar 2024

Vagga flugs á Íslandi

Höfundur: Steinunn María Sveinsdóttir safnstjóri.

Flugsafn Íslands á Akureyrarflugvelli er einstakt safn á landsvísu. Safnið er eina viðurkennda safnið á landinu sem hefur það meginhlutverk að varðveita íslenska flugsögu.

Fjölmargir skólahópar heimsækja Flugsafnið ár hvert.

Í safnkosti þess er að finna marga gersemina og eru safngripirnir af ýmsum stærðum og gerðum. Á sýningu þess má m.a. finna stjórnklefa Gullfaxa, fyrstu þotu Íslendinga, DC-3 landgræðsluvélina Pál Sveinsson, björgunarþyrluna TF-SIF sem bjargaði ófáum mannslífum, og sjúkraflugvél Björns Pálssonar, TF-HIS.

Björgunar- og sjúkraflug skipar stóran sess í íslensku flugi. Sett var upp sýning um það flug á síðasta ári en til þess hlaut safnið styrk úr Safnasjóði. Auk TF-HIS og TF-SIF er björgunar- og eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN varðveitt í safninu og á þessu ári mun björgunarþyrlan TF-LIF bætast í safnkost Flugsafnsins.

Á hverju ári eru settar upp sérsýningar og í ár verða þær tvær. Sú fyrri verður sett upp í tilefni af 80 ára afmæli flugfélagsins Loftleiða, en það var stofnað af flugmönnunum og frumkvöðlunum Alfreð Elíassyni, Kristni Olsen og Sigurði Ólafssyni 10. mars 1944. Sýningin verður unnin í samstarfi við Sögufélag Loftleiða. Seinni sýningin verður tileinkuð þeim merku tímamótum að 100 ár verða liðin frá því að flugvél kom fljúgandi til Íslands í fyrsta sinn. Það var þann 2. ágúst 1924 að hnattflugssveit bandaríska hersins lenti á Hornafirði, á flugvél af gerðinni Douglas World Cruiser.

Landgræðsluvélin Páll Sveinsson, eða „Þristurinn“ eins og flugvélin er oft kölluð, er varðveitt í Flugsafni Íslands.

Flugdagur Flugsafns Íslands er haldinn árlega í samstarfi við flugsamfélagið á Akureyri og Isavia. Leitast er við að kynna almenningi flug í sinni fjölbreyttustu mynd og verður Flugdagurinn haldinn laugardaginn 22. júní í ár. Flugsafnið og Icelandair vinna saman að því að koma hluta af Boeing 757 þotu fyrir á norðurvegg safnsins, og verður um nokkurs konar flugvélaviðbyggingu að ræða, þar sem innangengt verður í flugvélarhlutann og saga Icelandair sögð um borð í þotunni. Unnið er að hönnun og standa vonir til að hægt verði að hefja verkið á vormánuðum en flugvélarhlutanum var ekið norður í lok október sl.

Í upphafi árs hófu flugvirkjanemar Tækniskólans verknám sitt í safninu. Flugsafnið og Tækniskólinn hafa átt í afar farsælu samstarfi frá árinu 2013 og er árgangurinn sem nú er við nám í safninu sá tíundi í röðinni. Flugvirkjanámið stendur til 1. mars en safnið er sem áður opið á laugardögum kl. 13-16 og eftir samkomulagi. Aðsókn að Flugsafninu hefur farið vaxandi undanfarin ár og heimsóttu 12.500 gestir safnið á síðastliðnu ári.

Sumaropnun Flugsafnsins tekur gildi 15. maí og er safnið þá opið daglega kl. 11-17. Fram að sumaropnun sinna starfsmenn og hollvinir safnsins ýmsum verkefnum, s.s. skráningu, rannsóknum, viðhaldi, uppsetningu sýninga, og móttöku skólahópa og almennra safngesta. Opnunartími safnsins er lengdur í vetrarfríi og páskafríi grunnskólanna og er auglýstur sérstaklega á heimasíðu og samfélagsmiðlum safnsins.

Flugsafn Íslands óskar lesendum Bændablaðsins og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs, og vonast til að sem flest leggi leið sína á safnið á árinu.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f