Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Norðmenn flytja út haferni til þess að styrkja stofna í þeim Evrópulöndum sem þess óska.
Norðmenn flytja út haferni til þess að styrkja stofna í þeim Evrópulöndum sem þess óska.
Mynd / Dan Russon
Fréttir 30. ágúst 2022

Útflutningur á haförnum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Norðmenn hafa aldrei flutt út jafn marga hafarnarunga og í sumar. Samtals voru 35 ungar fluttir út til Evrópulanda.

Í Noregi er stærsti stofn hafarna í Evrópu. Vegna heilbrigðs stofns hafa Norðmenn fangað unga og flutt til annarra í Evrópu sem hafa viljað stækka eða endurvekja kyn hafarna á sínum slóðum. Af þessum 35 ungum sem fóru frá Noregi í ár voru 16 einstaklingar sendir til Írlands og 19 til Spánar, Bondebladet greinir frá.

Ungarnir eru handsamaðir við strandlengjuna í Þrándarlögum og Mæri og Raumsdal. Við eyjuna Frøya, skammt frá Þrándheimi, hefur mestur framgangur verið við að koma höndum yfir ungana þar sem hreiðrin eru gjarnan á jörðu niðri, í stað þess að vera uppi í klettum og trjám. Leitin að heppilegum hreiðrum getur verið tímafrek þar sem krafa er gerð til þess að minnst tveir ungar séu í hverju varpi.

Skylt efni: utan úr heimi | Hafernir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f