Útvarp Bændablaðsins - fyrsti þáttur
Frumvarp um breytingu á búvörulögum líklega afgreitt á yfirstandi þingi Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segist vona að frumvarp hennar til höfuðs þeim breytingum sem gerðar voru á búvörulögum á síðasta ári verði afgreitt á yfirstandandi þingi en það mun ógilda þær undanþágur frá samkeppnislögum sem afurðastöðvar fengu til samvinnu og samruna. Verði nýtt lagafrumvarp ráðherra að lögum í sumar er ljóst að bændur munu enn þurfa að bíða eftir því að geta hagrætt í þessum hluta rekstrar síns fram á næsta þing en þá áætlar ráðherra að leggja fram nýtt frumvarp.
Um þetta og fleira er rætt í fyrsta þætti Útvarps Bændablaðsins við Hönnu Katrínu, þar á meðal um nýja búvörusamninga. Hlusta má á þáttinn hér.
