Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Úttekt á stöðu kvenna í sauðjárrækt
Fréttir 23. október 2015

Úttekt á stöðu kvenna í sauðjárrækt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landssamtök sauðfjárbænda rituðu í dag undir samning við RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands, um sérstaka fræðilega Úttekt á stöðu kvenna í sauðfjárrækt, í þeim tilgangi að kanna hvort halli á konur í greininni og ef svo er, hvaða leiðir megi finna til að bæta þar úr.

Ljóst er að víðast þar sem hjón búa með sauðfé leggja bæði af mörkum til búskaparins. Ýmsar vísbendingar eru þó um að kynjahalli sé til staðar innan sauðfjárræktar á Íslandi. Þótt tveir af fimm stjórnarmönnum í Landssamtökum sauðfjárbænda séu konur hafa hins vegar mun fleiri aðalfundarfulltrúar verið karlar og vísbendingar eru um að kynjahlutföllin séu konum í óhag á ýmsum fleiri sviðum.

Á heimssíðu Landssamtaka sauðfjárbænda segir að sterk rök hníga að því að innsýn inn í stöðu kvenna í greininni geti gefið haldbærar vísbendingar um hvernig má vinna að umbótum í sauðfjárrækt, en ekki síður í byggðamálum, nýliðun, nýsköpun og í því að tryggja réttindi bænda.

Því hafa Landssamtök sauðfjárbænda, í samvinnu við RIKK - Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands vinna nú að grunngreiningum á stöðu kvenna í sauðfjárrækt. Verkefnisstjóri af hálfu RIKK er Kristín I. Pálsdóttir en Svavar Halldórsson er verkefnisstjóri af hálfu Landssamtaka sauðfjárbænda. Til viðbótar verður, ef þurfa þykir, mótaður rannsóknarrammi fyrir stærra framhaldsverkefni þar sem ítarlegri rannsókn verður gerð á stöðu kvenna í sauðfjárrækt.

Verkefnið ber yfirskriftina Úttekt á stöðu kvenna í sauðfjárrækt. Í því felst að gera úttekt á stöðunni miðað við fyrirliggjandi gögn og gloppugreining á þekkingu á stöðu kvenna í sauðfjárrækt. Stefnt er að því að skila niðurstöðum, um miðjan nóvember, eða eins fljótt og auðið er, svo hafa megi þær til hliðsjónar við gerð nýs sauðfjárræktarsamnings og væntanlegar breytingar á félagskerfi landssamtakanna.

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...