Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Úttekt á starfsemi Matvælastofnunar
Fréttir 14. desember 2016

Úttekt á starfsemi Matvælastofnunar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur falið Bjarna Snæbirni Jónssyni stjórnunarráðgjafa og doktor Ólafi Oddgeirssyni dýralækni, framkvæmdastjóra ráðgjafafyrirtækisins Food Control Consultants Ltd í Skotlandi að fara yfir og gera úttekt á ýmsum þáttum er lúta að rekstri og starfsumhverfi Matvælastofnunar. 

Á heimasíðu Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir að þeir munu fara yfir verkferla Matvælastofnunar hvað varðar eftirlit með lögum um dýravelferð og matvælaeftirlit og greina starfsaðferðir og bera saman við það sem almennt gerist hjá sambærilegum stofnunum í Evrópu.

Einnig munu sérfræðingar ráðuneytisins fara yfir þau lög sem gilda um starfsemi stofnunarinnar, beitingu þeirra og greina hvort skortur á lagaúrræðum hamli því að stofnunin geti veitt almenningi og opinberum stofnunum upplýsingar úr eftirlitsskýrslum. Kristín Benediktsdóttir dósent við Háskóla Íslands mun verða ráðuneytinu til aðstoðar hvað varðar lagafyrirmæli er lúta að birtingum upplýsinga.

Þá verði gerð athugun á rekstri, skipulagi og stjórnun og hvernig ráðuneytið sinnir almennum eftirlitsskyldum sínum með starfsemi Matvælastofnunar. Loks er óskað eftir ábendingum um það sem betur má fara varðandi framangreinda þætti, tillögum um breytingar á lögum og öðru því sem telja má að geti eflt framkvæmd með lögum um dýravelferð og matvælaeftirlit.

Gert er ráð fyrir að niðurstöður framangreindra athugana liggi fyrir í lok febrúar. Í ráðuneytinu er unnið að endurskoðun laga um Matvælastofnun og verður afraksturinn m.a. nýttur við þá lagasmíð.

Gunnar Bragi Sveinsson ráðherra. „Það má öllum vera ljóst að það er mikilvægt að traust ríki um starfhætti Matvælastofnunar. Við höfum fengið mjög hæfa einstaklinga til að yfirfara verkferla, lagalegt umhverfi og stjórnsýslu á sviði dýravelferðar og matvælaeftirlits. Með þessu vil ég stuðla að því að við lærum af þeim mistökum sem kunna að hafa verið gerð í einstökum málum og tryggjum að lagaleg umgjörð sé í samræmi við almenna hagsmuni.“
 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...