Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Úttekt á fyrirtækjum í viðskiptum við tollabandalag Evrasíu
Fréttir 16. október 2020

Úttekt á fyrirtækjum í viðskiptum við tollabandalag Evrasíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Til stendur að hefja sérstakar úttektir hérlendis hjá fyrirtækjum sem vilja stunda viðskipti með dýraafurðir á markaðssvæði Eurasian Economic Union, eða tollabandalags Rússlands, Hvíta-Rússlands, Kasakstan, Armeníu og Kirgisistans.

Matvælastofnun hefur það hlutverk að gera úttektir á starfsstöðvum sem hafa leyfi til að stunda viðskipti með dýraafurðir á markaðssvæði bandalagsins til að tryggja að þær uppfylli reglur tollabandalagsins.

Á heimasíðu Mast segir að þær kröfur sem tollabandalagið gerir til fyrirtækja sem flytja matvæli til fyrrnefndra landa séu ekki að öllu leyti þær sömu og Matvælastofnun tekur út í reglubundnu eftirliti sínu samkvæmt lögum nr. 93/1995 um matvæli. Úttektir með sértækum kröfum tollabandalagsins koma því til viðbótar við reglubundið eftirlit stofnunarinnar.

Fyrirtækjum er í sjálfsvald sett hvort þau vilja undirgangast þessar sértæku kröfur tollabandalagsins og úttektir Matvælastofnunar til að staðfesta að þær séu uppfylltar. Ljóst er að nokkur kostnaður fellur til við þessar úttektir sem greiðist af hlutaðeigandi fyrirtækjum. Kostnaður við úttektir og önnur verkefni ræðst af stærð starfsstöðva, eðli starfsemi og hversu vel starfsstöðvar uppfylla sértækar kröfur.

Til stendur að hefja úttektir hjá þeim starfsstöðvum sem eru á lista tollabandalagsins á þessu ári og að búið verði að ljúka úttektum hjá öllum starfsstöðvum fyrir árslok 2021. Nauðsynlegt er að forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem vilja fá úttekt staðfesti slíkt með því að fylla út eyðublað þess efnis í þjónustugátt Matvælastofnunar.

Matvælastofnun mun skipuleggja úttektirnar í samvinnu við hlutaðeigandi fyrirtæki. Matvælastofnun ábyrgist ekki að heimild fáist til útflutnings á markaðssvæði tollabandalagsins, endanleg ákvörðun um slíkt er í höndum fulltrúa tollabandalagsins.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...