Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hringlaga útsýnispallurinn, Baugs-Bjólfur, hlaut vinninginn í samkeppni útsýnisstaðar við snjóflóðagarðana á Seyðisfirði.
Hringlaga útsýnispallurinn, Baugs-Bjólfur, hlaut vinninginn í samkeppni útsýnisstaðar við snjóflóðagarðana á Seyðisfirði.
Líf og starf 7. janúar 2022

Útsýnispallurinn Baugs-Bjólfur sigraði

Baugs-Bjólfur er heiti á vinnings­tillögu í samkeppni um útsýnisstað við snjóflóðagarðana í Bjólfi á Seyðisfirði. Um er að ræða hringlaga útsýnispall sem situr á Bæjarbrún með stórfenglegu útsýni yfir Seyðisfjörð.

Dómnefnd sem fór yfir inn­komnar tillögur segir að þessi hafi að flestu leyti borið af með mjög áhugaverða nálgun á viðfangsefnið auk þess að sýna ýmsar áhugaverðar skírskotanir í menningu, sögu og náttúru staðarins, nokkuð sem reyndar flestar hinar tillögurnar gerðu einnig.

Dómnefnd mat tillöguna á þann hátt að um væri að ræða áhugavert kennileiti sem kallaðist á við landslagið á einfaldan en áhrifamikinn hátt þar sem ferðafólk er leitt áfram í lokaðri umgjörð án hnökra. Hreyfihamlaðir þurfa ekki að yfirstíga neinar hæðahindranir og tillagan tryggir gott flæði ferðafólks um svæðið. „Einföld, sérstæð og sterk byggingarlist hér á ferð sem dómnefnd telur að geti haft mjög mikið aðdráttarafl og hefur alla burði til þess að bjóða upp á einstaka upplifun“, eins og segir í niðurstöðu dómnefndar.

Markmið samkeppninnar var að bæta aðstæður og skapa aðdráttarafl á svæði sem hefur mikil tækifæri til þess að vera einn af fjölsóttustu útsýnisstöðum Austurlands, auk þess að bæta öryggi og aðgengi ferðamanna og stuðla að verndun lítt snortinnar náttúru á tímum vaxandi fjölda ferðafólks.

Múlaþing efndi til samkeppninnar og fékk til þess styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Sveitarfélagið stefnir að því að semja um áframhaldandi hönnun í samvinnu við vinningshafa og að sótt verði um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í áframhald verkefnisins.

Vinningstillagan var unnin í þverfaglegu samstarfi og eru aðalhöfundar þær Ástríður Birna Árnadóttir og Stefanía Helga Pálmarsdóttir frá Arkibygg Arkitektum í samvinnu við Önnu Kristínu Guðmundsdóttur og Kjartan Mogensen landslagsarkitekta, Auði Hreiðarsdóttur frá ESJA ARCHITECTURE og Arnar Björn Björnsson frá EXA NORDIC, sem sá um burðarvirkjahönnun. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...