Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Dóra Svavarsdóttir, formaður Slow Food Reykjavík, og hópur nemenda úr Hótel- og matvælaskólanum.
Dóra Svavarsdóttir, formaður Slow Food Reykjavík, og hópur nemenda úr Hótel- og matvælaskólanum.
Mynd / smh
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og 19. október undir yfirskriftinni BragðaGarður.

Fyrri daginn var lögð sérstök áhersla á fræðslu og voru haldnar vinnustofur miðaðar við ungmenni á aldrinum 16–20 ára. Á seinni deginum voru fyrirlestrar og umræður um hringrásarhagkerfi matvæla, upprunamerkt lambakjöt, sveppi og villtar og ræktaðar nytjajurtir.

Ægir Friðriksson matreiðslumeistari sá um diskósúpugerðina.
Fræðsla um mat og matartengd málefni

Nemendur úr Hótel- og matvælaskólanum í Menntaskóla Kópavogs fræddu jafnaldra sína á föstudeginum um mat og matartengd málefni ásamt kennurum og meðlimum úr Slow Food Reykjavík-samtökunum.

Því næst var diskósúpa borin á borð, til að vekja athygli á matarsóun og leiðum til að sporna við henni.

Engin uppskrift að diskósúpunni

Gerð diskósúpu hefur verið reglulegur viðburður hjá Slow Food Reykjavík á liðnum árum. Að þessu sinni var það Ægir Friðriksson, matreiðslumeistari og kennari við Hótel- og matvælaskólann, sem hafði veg og vanda að súpugerðinni.

„Við vorum með fræðsludagskrá í morgun fyrir skólakrakka og svo tók diskósúpan við. Hráefnið sem við notuðum í súpuna var frá ýmsum birgjum sem voru með hráefni og vörur sem þeir töldu sig ekki geta selt – og var í raun á leið í ruslagáminn ef við hefðum ekki komið og bjargað því.

Uppskriftin er í raun ekki til, því hún stjórnast af því sem er í boði. Við erum líka að vekja athygli á því að hráefni getur verið gott þótt það eigi ekki marga lífdaga eftir,“ segir Ægir.

Á laugardeginum var svo einnig haldinn matarmarkaður Samtaka smáframleiðenda matvæla og Beint frá býli.

Diskósúpugerð er reglulegur viðburður hjá Slow Food.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f