Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Útivistar- og loftslagsskógrækt í landi Lundar
Fréttir 5. júní 2025

Útivistar- og loftslagsskógrækt í landi Lundar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Framkvæmdaleyfi til skógræktar á jörðinni Lundi 3 í Borgarbyggð er nú til umsagnar í Skipulagsgátt.

Skógræktarfélag Reykjavíkur, landeigandi jarðarinnar Lundar 3, óskar eftir framkvæmdaleyfi til skógræktar á jörðinni. Segir í kynningu málsins í Skipulagsgátt að um sé að ræða útivistar- og loftslagsskógrækt á um 184 ha svæði og gert ráð fyrir að plantað verði í um 140 ha. Lögð er áhersla á að setja niður birki, stafafuru, sitkagreni, ösp og elri/öl sem skipt verður niður eftir jarðvegi á hverjum stað fyrir sig. Megináhersla er sögð vera að skógurinn skapi skjól og auki útivistargildi svæðisins ásamt því að binda kolefni. Í umsókn kemur m.a. fram að innan svæðis sé mýrlendi um 23 ha að stærð sem ekki verði raskað.

Gera má ráð fyrir að gróðursetning taki um fimm ár og verði lokið árið 2030 eða 2031. Skógræktarsvæðið liggur að Lundarreykjadalsvegi. Ekki verður gróðursett nær veginum en 15 metra. Skógurinn verður opinn almenningi. Málið verður í umsagnarferli til 22. júní nk.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...