Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Væntingar eru um góða uppskeru útiræktaðs grænmetis í haust vegna hagstæðra veðurskilyrða fram til þessa.
Væntingar eru um góða uppskeru útiræktaðs grænmetis í haust vegna hagstæðra veðurskilyrða fram til þessa.
Mynd / bbl
Fréttir 14. ágúst 2025

Útiræktað grænmeti dafnaði vel í sumar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Uppskera útiræktaðs grænmetis gæti orðið með besta móti og miklu betri en í fyrra ef fer sem horfir.

„Það er allt gott að frétta af uppskeruhorfum í útiræktuninni,“ segir Helgi Jóhannesson, garðyrkjuráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Vegna hins hlýja vors og passlega mikillar vætu í sumar hafi öllu farið vel fram og horfur séu á góðri uppskeru í sumar og haust. Næturfrost gæti þó stoppað vöxtinn í kartöflunum en mjög góð uppskera er að fást í þeim það sem af er. Tíðindi bárust einmitt af næturfrosti á Þingvallasvæðinu og Sandskeiði í vikunni og ekki á vísan að róa með frostleysi alls staðar á ræktunarsvæðum eftir þetta. „Menn eru að taka upp fram í október, en megnið auðvitað í byrjun september, svo það getur allt gerst. En fram til þessa er útlitið gott,“ segir Helgi enn fremur.

Tölur um uppskeru í mismunandi tegundum útiræktaðs grænmetis koma svo í hús í vetrarbyrjun, eftir að skráningum garðyrkjubænda á uppskeru beint af akri lýkur.

Uppskeran í fyrra var víða léleg vegna kulda, í heildina um 2.500 tonnum minni en árið áður, sem var þó einnig heldur lélegt ræktunarár. Þar af var gulrótauppskeran um helmingi minni, en athygli vakti þó að spergilkál hélt velli.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f