Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Úthlutun styrkja úr Veiðikortasjóði 2015
Fréttir 8. maí 2015

Úthlutun styrkja úr Veiðikortasjóði 2015

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum úr Veiðikortasjóði fyrir árið 2015. Í kjölfar auglýsingar um umsóknir um styrki úr Veiðikortasjóði til rannsókna á stofnum villtra fugla og villtra spendýra bárust umhverfis- og auðlindaráðuneytinu 14 umsóknir að fjárhæð 51,6 milljónir króna. Til úthlutunar voru tæplega 26 milljónir króna.

Ráðuneytið sendi umsóknir um styrki til umsagnar Umhverfisstofnunar í samræmi við ákvæði laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Umhverfisstofnun fékk álit ráðgjafarnefndar um úthlutanir í samræmi við úthlutunarreglur fyrir Veiðikortasjóð.

Ráðuneytið hefur að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar og áliti ráðgjafarnefndarinnar um umsóknirnar ákveðið að veita eftirfarandi aðilum styrki úr Veiðikortasjóði:

• Náttúrufræðistofnun Íslands, krónur 9.000.000 vegna verkefnisins: Rjúpnarannsóknir 2015.

• Náttúrufræðistofnun Íslands, krónur 750.000 vegna verkefnisins: Sníkjudýrasýkingar, líkamsástand og stofnbreytingar rjúpu á Íslandi.

• Náttúrustofa Norðausturlands, krónur 3.930.000 vegna verkefnisins: Farhættir og vetrarstöðvar íslenskra svartfugla.

• Náttúrustofa Suðausturlands, krónur 3.000.000 vegna verkefnisins: Heilbrigði veiðitegunda.

• Náttúrustofa Suðurlands, krónur 4.400.000 vegna verkefnisins: Lunda- og bjargfuglarannsóknir 2015

• Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi, krónur 820.000 vegna verkefnisins: Stofnvistfræði og stofnstærð dílaskarfs á Íslandi.

• VERKÍS, krónur 2.371.000 vegna verkefnisins: Vöktun á ungahlutfalli í veiðistofnum gæsa og anda, með aldursgreiningu vængja úr veiði og vöktun á ungahlutfalli í friðuðum stofni blesgæsa.

• Vör, sjávarrannsóknarsetur við Breiðafjörð, krónur 1.000.000 vegna verkefnisins: Rannsókn á hlutfalli ýsu-, þorsk, og makrílmaga sem innihalda síli í Breiðafirði árið 2015.

• Ævar Petersen, krónur 700.000 vegna verkefnisins: Íslensk fuglabjörg og hlunnindi þeirra.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...