Forsvarsmenn þeirra sextán verkefna sem hlutu styrk eru hér í Handverksmarkaði Össu í Króksfjarðarnesi þar sem úthlutun fór fram.
Forsvarsmenn þeirra sextán verkefna sem hlutu styrk eru hér í Handverksmarkaði Össu í Króksfjarðarnesi þar sem úthlutun fór fram.
Mynd / Sveinn Ragnarsson
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögunum. Úthlutað var 11 milljónum króna samtals til 16 verkefna.

Reykhólahreppur er þátttakandi í verkefninu Brothættar byggðir með áherslu á samfélagslega þróun í gegnum verkefnið Fjársjóður fjalla og fjarða.

Um mánaðamótin fór fyrsta úthlutunarathöfnin á vegum Frumkvæðissjóðs Fjársjóðs fjalla og fjarða fram í Handverksmarkaði Össu í Króksfjarðarnesi. Mæting var mjög góð að sögn forsvarsmanna og ríkti frábær stemning, gleði og mikill frumkvöðlakraftur. Alls barst 21 umsókn til nýsköpunarverkefna, þar sem sótt var um 59.794.374 krónur, og heildarkostnaður verkefnanna nemur 159.713.637 krónum.

Að þessu sinni hlutu 16 verkefni styrk, samtals 11 milljónir króna. Hæstu styrkina fengu UMF Afturelding, 1.250.000 kr., Laugavík hf. – Þaraböðin í Breiðafirði – Reykhólum, kr. 1.280.000 kr. og Ferðaþjónustan Djúpadal og Úr sveitinni ehf. hlutu eina milljón hvort fyrirtæki.

Verkefnið Fjársjóður fjalla og fjarða er unnið í samstarfi við Reykhólahrepp, Vestfjarðastofu og Byggðastofnun, með það að markmiði að styðja við sjálfbæra uppbyggingu, virka þátttöku íbúa og framtíðarsýn íbúa sem birt er í sérstakri verkefnisáætlun.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...