Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum.
Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum.
Mynd / Stefan Vladimirov
Fréttir 16. júní 2025

Úthlutað úr Matvælasjóði

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fjörutíu verkefni hlutu styrk úr Matvælasjóði á dögunum. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra úthlutaði samtals 474,4 milljónum króna til verkefnanna sem hlutu á bilinu 1,6 til 30 milljón króna hver.

Styrkir úr Matvælasjóði var nú úthlutað í sjötta sinn en hlutverk þess er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðarog sjávarafurðum. Sjóðurinn skiptist í fjóra styrktarflokka og styrkir verkefni á hugmyndarstigi, afurðir sem eru lengra komnar, rannsóknarverkefni sem og sóknir á markað.

Haft er eftir ráðherra í tilkynningu að frjó hugsun og leiðir til betri hráefnisnýtingar hafi verið einkennandi fyrir margar umsóknir í ár.

Hæstu styrkina, 30 milljónir króna, hlutu þrjú fyrirtæki; Ísfélagið í Vestmannaeyjum, nýsköpunarfyrirtækið Coolity ehf. og framleiðslufyrirtækið The Basic Cookbook Company ehf. Þá hlaut Matís fjóra styrki, að upphæð um 109 milljónir króna.

Meðal þeirra verkefna sem hlutu brautargengi Matvælasjóðs í ár eru verkefni sem snúa að frostþurrkuðu skyri, vörumerkjaþróun fyrir landeldislax, bragðaukandi efni úr hliðarstraumum spirulinu framleiðslu og kaldræktuðum sælkerasveppum. Einnig rannsóknarverkefnum sem skoða kolefnisspor íslenskra matvæla og leita að orsök hnúðabólgubreytinga í íslenskum hreindýrum. Þá eru á lista styrkþegar með verkefni á byrjunarstigi sem fjalla um sæhvannasætindi, viskíverksmiðju á Vestfjörðum, þróun á húðvörum úr nautatólg, sjávartófu og þróun á heilsudrykk úr gerjuðum birkisafa.

Alls bárust 129 umsóknir til Matvælasjóðs í ár og hafa þær aldrei verið færri.

Skylt efni: matvælasjóður

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f