Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hestarnir á myndinni tengjast ekki efni fréttarinnar.
Hestarnir á myndinni tengjast ekki efni fréttarinnar.
Fréttir 11. janúar 2021

Útflutningur hrossa til Belgíu stöðvaður í kjölfar slyss

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Útflutningur á hrossum til stærstu dreifimiðstöðvar Icelandair Cargo fyrir Evrópu, Liege í Belgíu, hefur verið stöðvaður um óákveðinn tíma í kjölfar slyss sem varð vegna mannlegra mistaka starfsmanns á flugvellinum í Liege rétt fyrir jólin. Slysið varð þegar gámur með hestum féll af palli með þeim afleiðingum að hestar slösuðust og aflífa þurfti tvo þeirra.

„Við höfum flutt hesta í sérútbúnum gámum frá árinu 1995 með sambærilegum búnaði og það hefur gengið afar vel. Við erum með ákveðna verkferla sem við fylgjum og okkar undirverktakar eiga einnig að fylgja. Síðan gerist það að starfsmaður í Belgíu fylgir ekki verkferlum, hann festir ekki gáminn nægilega svo hann fellur um 50 sentímetra af palli og því verður þetta slys. Þetta eru mannleg mistök og við þurftum að fella tvo hesta í samstarfi við dýralækni á svæðinu og eigendur þeirra. Einn hestur til viðbótar var með minni áverka en ekki þurfti að fella hann. Yfirvöld í Belgíu hafa í framhaldinu stöðvað innflutning á hestum frá okkur þar til við erum búin að aðlaga okkur að nýjum og breyttum reglum yfirvalda þar í landi. Við þurfum að átta okkur betur á hvernig við náum að uppfylla þær og höfum meðal annars fundað með MAST hér heima til að fara yfir verkferla. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir hrossabændur og við tökum svona slysi mjög alvarlega en öryggi og velferð er alltaf í fyrsta sæti hjá okkur,“ útskýrir Mikael Tal Grétarsson, framkvæmdastjóri útflutnings hjá Icelandair Cargo

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...