Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Útflutningur á svínakjöti að hefjast til Rússlands
Fréttir 26. september 2014

Útflutningur á svínakjöti að hefjast til Rússlands

Höfundur: Vilmundur Hansen

Allt bendir til að útflutningur á svínakjöti til Rússlands hefjist fljótlega. Í fyrstu verða flutt út milli 100 og 200 tonn, sambærilegt verð fæst fyrir kjötið í Rússlandi og hér.

Geir Gunnar Geirsson, fram­kvæmda­stjóri Stjörnugríss, segir að það ráðist í vikunni hvort leyfi fáist til að flytja íslenskt svínakjöt til Rússlands. „Við erum búnir að vinna lengi í þessu og ég á ekki von á öðru en að leyfið fáist. Magnið sem um ræðir er milli 100 og 200 tonn að lágmarki og verðið er ásættanlegt og litlu lægra en fæst fyrir kjötið hér.“

Að sögn Geirs hefur innflutningur á svínakjöti gert framleiðendum hér erfitt um vik að losna við ákveðna vöruflokka og hluta svínakjötsins og því gott að fá aðgang að öðrum mörkuðum með þá. „Rússarnir kaupa skepnuna eins og hún leggur sig og taka því allt nema hrínið. Fáist leyfið munu við hefja útflutning við fyrsta tækifæri enda talsvert magn tilbúið í frystigeymslum.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...