Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Útflutningur á grænmeti til Danmerkur gæti hafist næsta vetur
Fréttir 4. ágúst 2017

Útflutningur á grænmeti til Danmerkur gæti hafist næsta vetur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Viðræður um sölu á íslensku græn­meti til Danmerkur hafa staðið yfir í nokkra mánuði og að sögn Gunnlaugs Karlssonar fram­kvæmdastjóra Sölu­félags garðyrkjumanna mun útflutn­ing­ur­inn að öllum líkindum hefjast næsta vetur.

Bændablaðið greindi frá því í upphafi árs að samningar um út­flutning á íslensku grænmeti til Danmerkur væru langt á veg komnir og að búið væri að senda út prufusendingar og að verðið sem Danirnir væru tilbúnir til að greiða fyr­ir grænmetið væri mjög gott.

Handsalaðir samningar

Gunnlaugur Karlsson, framkvæmda­stjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir að viðræður við Danina séu enn í fullum gangi og málið í vinnslu. „Við handsöluðum sam­ning við Danina um að hefja út­­flutningi síðastliðinn vetur en það tafðist og hugmyndin í dag er að út­flutningurinn hefjist næsta vetur. Það sem tefur eru mál sem snúa að vottun vörunnar og það tekur sinn tíma.“

Að sögn Gunnlaugs liggja ekki enn fyrir tölur um hversu mikinn útflutning geti verið um að ræða en ljóst er að grænmetið verður flutt til Danmerkur með flugi enda um viðkvæma vöru að ræða.

Beðið eftir vottorðum

„Á markaði eins og í Danmörku er nauðsynlegt að hafa réttu vottanirnar til að tryggja gott verð þar sem neytendur vilja í auknum mæli vita hvernig varan er framleidd.“

Gunnlaugur segir að væntan­legir kaupendur vörunnar séu við­skipta­vinir Irma en verslan­irnar eru í eigu Coop sem er með um 37% markaðshlutdeild á matvörumarkaði í Danmörku.

„Fulltrúar Irma sem hafa smakkað gúrkurnar og tómatana frá okkur segja þá einstaklega bragð­góða og þá bestu sem þeir hafa smakkað og því um einstaklega góða vöru að ræða. Danirnir eru einnig mjög hrifnir af vatninu sem notað er ræktunarinnar enda er það mjög hreint og heilnæmt.

Aukinn áhugi innanlands

„Annað sem vert er að minnast á í þessu sambandi er stóraukinn áhugi íslenskra veitingamanna á íslenskum matvælum. Íslensk veit­inga­hús og mötuneyti eru í auknum mæli farin að sækjast eftir því að hafa íslenskt grænmeti á boð­stólum  og það er stórkostlegt,“ segir Gunnlaugur Karlsson, fram­kvæmdastjóri Sölu­félags garðyrkjumanna.

Skylt efni: útflutningur | grænmeti | Danmörk

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f