Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kristján Þór Júlíusson,sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson,sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Mynd / Golli
Fréttir 12. mars 2021

Útfærsla á 970 milljón króna stuðningi við sauðfjár- og nautgripabændur

Höfundur: smh

Lokið er við útfærslu á á 970 milljóna króna stuðningi við sauðfjár- og nautgripabændur, sem er ein af aðgerðunum tólf í aðgerðaáætlun Kristjáns Þórs Júlíussonar sem er ætlað að mæta áhrifum COVID-19 á íslenskan landbúnað.

Í tilkynningu úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytingu kemur fram að í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar við afgreiðslu málsins hafi verið miðað við að 75 prósenta fjármagnsins myndi renna til sauðfjárbænda og 25 prósent til nautgripabænda.

„Nú liggur fyrir útfærsla á dreifingu þessara fjármuna sem unnin var í samráði við Bændasamtök Íslands, Landssamtök sauðfjárbænda og Landssamband kúabænda.

Fjármunum til sauðfjárbænda, alls 727 m.kr., verður ráðstafað með eftirfarandi hætti:

Viðbótargreiðsla á gæðastýringarálag kindakjöts 2020 – 562 m. Kr. 

Greitt í mars 2021.  Þetta þýðir að greiðslan til bænda hækkar um þriðjung frá því sem áður hefur verið greitt vegna ársins 2020 

Viðbótargreiðsla á ullarframleiðslu 2020 – 65 m. kr. 

Bætist við greiðslu vegna ullarnýtingar þegar uppgjör fer fram um mitt ár 2021. 

Til framkvæmdar á sérstakri aðgerðaáætlun í sauðfjárrækt (sbr. 11. tölulið í áætlun ráðherra)  

Þessi áætlun verður unnin í samstarfi við sauðfjárbændur í mars 2021.  Greiðslur fara eftir framkvæmd og eðli verkefna. 

Fjármunum til nautgripabænda, alls 243 m.kr., verður ráðstafað með eftirfarandi hætti:

Viðbótargreiðsla á alla ungnautagripi 2020 – 243 m. kr. 
Greitt í mars 2021.  Greiðslan dreifist á alla UN gripi sem komu til slátrunar á árinu 2020.  Það eru alls tæplega 11.000 gripir og aukagreiðslan er tæpar 22.400 kr. á hvern,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...