Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika
Líf og starf 4. desember 2024

Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Ragnars Þorsteinssonar, sauðfjárbóndi og ljósmyndari í Sýrnesi í Aðaldal, hefur gefið út lambadagatal í ellefta sinn.

Í Lambadagatalinu 2025 eru allar myndir teknar á sauðburði 2024 og þær endurspegla einnigveðurfariðfráþeimárstíma,enRagnar tekur að venju allar myndirnar í dagatalið á sauðfjárbúi fjölskyldunnar í Sýrnesi.

Til gamans gert

Uppsetning og hönnun dagatalsins er einnig í höndum Ragnars, sem og fjármögnun þess og sala. Dagatalið hefur verið fjármagnað á Karolina fund síðastliðin níu ár og segir hann að fjárhagslega hafi verkefnið alltaf gengið upp. Núna hafi náðst lágmarksfjármögnun 10. nóvember og henni lokið þriðjudaginn 26. nóvember.

„Þetta átti nú bara að vera til gamans svona einu sinni, að prófa að gefa út dagatal með ljósmyndum af ómörkuðum unglömbum og forvitnast um hvort einhverjir hefðu áhuga á því og þetta er eiginlega búið að vera ævintýri síðan,“ segir Ragnar.

Fegurð og fjölbreytileiki íslensku sauðkindarinnar

Hann segir megintilgang útgáfunnar fyrst og fremst þann að breiða út fegurð og fjölbreytileika íslensku sauðkindarinnar sem hefur séð þjóðinni fyrir mat og hita frá landnámstíð, að án hennar værum við tæplega til sem þjóð í dag. „Allir hefðbundnir helgi- og frídagar eru merktir á dagatalið, einnig fánadagar, koma jólasveinanna, gömlu mánaðarheitin, tunglgangur og ýmsir dagar er tengjast sögu lands og þjóðar. Ærin Móflekka, sem er á forsíðu Lambadagatals 2025 og einnig í maímánuði, var fimmlembd í vor og hún er fyrsta ærin í okkar búskap sem nær þessum árangri. Hún er alsystir Lottu sem var fjórlembd og prýddi forsíðu dagatalsins 2024. Ekki er vitað til að þær systur séu með neitt sérstakt frjósemisgen.

Fyrir áhugasama má finna dagatölin í gegnum Facebooksíðuna HÉR

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f