Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Út að leika − engin aldursmörk
Á faglegum nótum 21. janúar 2015

Út að leika − engin aldursmörk

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Um hver áramót er Íslendingum gjarnt að strengja ýmis áramótaheit. Ekki hefur mér tekist að efna öll mín áramótaheit undanfarin ár, en það að fara út og leika mér oftar á ís hefur mér tekist nokkuð oft.
Fátt finnst mér skemmtilegra en að leika mér á góðu svelli og það fólk sem ég þekki og finnst gaman að fara út á ísilögð vötn og veiða, á skauta, hestbak eða á vélknúnum farartækjum virðast öll sammála um að fátt sé skemmtilegra.
 
Of oft sér maður fréttir af óhöppum út af veikum ís
 
Það eina sem maður þarf að passa vel upp á er að ísinn þoli þann þunga sem á honum er. Oft hefur verið vitnað í óhapp þegar nokkrir hestar fóru niður um ís á Reykjavíkurtjörn þegar ísinn brast undan þunga hestanna. Í því tilfelli var ísinn ekki nema um 10 cm þykkur og þegar svo margir hestar voru saman hlið við hlið fór sem fór. Í þessu tilfelli varð engum meint af, en of oft hefur veikur ís verið orsök harmleiks. Til að vera viss um að ísinn þoli þungann sem á hann er lagður er gott að bora í hann á nokkrum stöðum og á meðfylgjandi mynd er ágætis viðmiðunartafla um styrk í mismunandi þykkum ís. 
 
Á að vera sjálfsagður hlutur að vara við hættum
 
Á mörgum vötnum eru þekktir staðir þar sem ísinn er þynnri en annars staðar eða jafnvel vakir. Viti menn af svoleiðis á að vera sjálfsagður hlutur að vara við veikum ís til þeirra sem hyggjast fara út á ísinn. Förum varlega á ísnum og látum ekki óvarfærni skemma þá miklu skemmtun sem ísilögð vötn geta veitt manni. Góða veiði og skemmtun.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...