Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Úrsögn úr stjórn Lífeyrissjóðs bænda
Lesendarýni 6. júlí 2023

Úrsögn úr stjórn Lífeyrissjóðs bænda

Höfundur: Erna Bjarnadóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Örn Bergsson

Við undirrituð viljum koma eftirfarandi á framfæri til sjóðfélaga LSB sem við höfum starfað í umboði fyrir.

Frá og með 1. desember 2018 hefur Lífeyrissjóður bænda starfað á grundvelli laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, auk samþykkta sjóðsins. Áður höfðu sérlög gilt um starfsemi sjóðsins sem fól m.a. í sér þá sérstöðu að ríkið greiddi mótframlag sjóðfélaga. Stjórn sjóðsins var þá saman sett af fulltrúum ríkisvaldsins, Bændasamtaka Íslands og fimmti maður tilnefndur af Hæstarétti. Í dag er stjórn kjörin af sjóðfélögum á ársfundi sjóðsins á grundvelli samþykkta hans.

Með þessum breytingum urðu grundvallarbreytingar á starfsskilyrðum sjóðsins. Á þeim tæplega fimm árum sem síðan eru liðin hefur sjóðurinn líkt og aðrir þurft að takast á við margvíslegar áskoranir. Fyrst má nefna heimsfaraldur vegna Covid- 19 og síðan verðbólgu og hækkandi vexti sem hafa komið fram í lakri afkomu flestra lífeyrissjóða á árinu 2022. Þá er hlutfall skrifstofu- og stjórnunarkostnaðar sjóðsins sem hlutfall af meðalstöðu eigna hærri en almennt gerist meðal stærstu lífeyrissjóða landsins. Í ljósi þessa taldi stjórn LSB nauðsynlegt að skoða hvort hagsmunum sjóðfélaga væri betur borgið til lengri tíma litið með því að kanna möguleika á að breyta starfseminni. Einkum var horft til þess að skoða sameiningu við annan og stærri sjóð. Allt þó með því fororði að samningar tækjust á jafnréttisgrundvelli og að allra réttinda sjóðfélaga beggja sjóða væri gætt í hverju tilliti eins og lög kveða á um.

Þá lá einnig til grundvallar að sjóðurinn er og hefur verið að horfa fram á aukna lífeyrisbyrði, samfara hækkun á meðalaldri sjóðfélaga.

Með stærri og öflugri sjóði næst einnig meira rekstraröryggi, hlutfallslega lægri rekstrarkostnaður og aukin og betri áhættudreifing. Líkur eru þannig á að í stærri sjóði með aðra aldursdreifingu geti náðst betri ávöxtun til lengri tíma litið – m.ö.o. að hagsmunum sjóðfélaga væri betur borgið en nú er.

Undirrituð hafa átt sæti í stjórn LSB samtals um 30 ár, sá er lengst okkar hefur setið frá ársbyrjun 1999. Því miður náðist að okkar mati ekki nauðsynleg samstaða um málið á vettvangi sjóðsins þegar fram í sótti sem leiddi m.a. til trúnaðarbrests. Þetta varð til þess að við sögðum okkur, hvert í sínu lagi, úr stjórn LSB dagana 13.–14. júní sl. Við höfum enn þá bjargföstu trú að hagsmuna sjóðfélaga verði best gætt með því að skoða til hlítar sameiningu við stærri og öflugri sjóð á þeim forsendum sem að framan er getið um.

Reykjavík, 25. júní 2023

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f