Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Verðlaunahafarnir.
Verðlaunahafarnir.
Mynd / Kristín Edda Gylfadóttir
Fréttir 25. nóvember 2019

Úrslitin á Íslandsmótinu í matarhandverki

Höfundur: smh

Askurinn, Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki, var haldin dagana 19.-21. nóvember. Úrslitin voru síðan kynnt á matarhátíð á Hvanneyri á laugardaginn, en veitt voru gull-, silfur- og bronsverðlaun fyrir efstu þrjú sætin í hverjum keppnisflokki – og er gullverðlaunahafi jafnframt Íslandsmeistari í viðkomandi flokki. 

Keppt var í tíu flokkum matvæla.Gæðamat dómara fór fram miðvikudaginn 20. nóvember í húsakynnum Matís, þar sem þættir eins og áferð, útlit, lykt, bragð og nýnæmi var metið, en 133 vörur voru skráðar til leiks.  

Keppnin er að sænskri fyrirmynd og hefur sambærilega hátíð verið haldin þar frá 1998. Íslandsmeistarakeppnin í matarhandverki hefur einu sinni áður verið haldin, árið 2014, en þá var hún haldin í samstarfi Matís og norræna verkefnisins Ný norræn matvæli (Ny Nordisk Mad). Þar kepptu 110 vörur frá öllum Norðurlöndunum í átta flokkum.

Núna heldur Matís keppnina í samstarfi við Sóknaráætlun Vesturlands, Markaðsstofu Vesturlands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Matarauð Íslands.

Mjólkurvörur.

 

Úrslitin voru eftirfarandi:

Bakstur

  • Gull, Rúgbrauð – Brauðhúsið ehf
  • Silfur, Rúg hafrabrauð – Brauðhúsið ehf

Ber, ávextir og grænmeti

  • Gull, Þurrkaðir lerkisveppir – Holt og heiðar ehf
  • Silfur, Grenisíróp – Holt og heiðar ehf
  • Brons, Sólþurrkaðir tómatar – Garðyrkjustöðin Laugarmýri

Ber, ávextir og grænmeti – sýrt

  • Gull, Pikklaðar radísur – Bjarteyjarsandur
  • Silfur, Kimchi, krassandi kóreönsk blanda – Huxandi Slf
  • Brons, Pylsukál, eitt með öllu – Huxandi slf

Ber, ávextir grænmeti, drykkir

  • Gull, Aðalbláberjate – Urta islandica ehf
  • Silfur, Krækiberjasafi – Íslensk hollusta ehf

Fiskur og sjávarfang

  • Gull, Birkireyktur urriði – matarhandverk úr Fram-Skorradal
  • Silfur, heitreyktur makríll – Sólsker
  • Brons, Léttreyktir þorskhnakkar – Sólsker

Vörur úr flokkunum Kjöt og kjötvörur annars vegar og svo Kjöt og kjötvörur, hráverkaðar.

Kjöt og kjötvörur

  • Gull, Gæsakæfa – Villibráð Silla slf
  • Silfur, Taðreykt hangikjöt – Sauðfjárbúið Ytra-Hólmi

Kjöt og kjötvörur, hráverkaðar

  • Gull, Rauðvínssalami – Tariello ehf
  • Silfur, Nautasnakk – Mýrarnaut ehf
  • Brons, Ærberjasnakk – Breiðdalsbiti

Mjólkurvörur

  • Gull, Sveitaskyr – Rjómabúið Erpsstaðir
  • Silfur, Búlands Havarti – Bíobú ehf
  • Brons, Basilikusmjör –  Á Ártanga

Nýsköpun (2 með gull)

  • Gull, Bopp – Havarí
  • Gull, Söl snakk – Bjargarsteinn Mathús
  • Brons, Saltkaramellusíróp – Urta Islandica ehf

Vörur úr flokknum Nýsköpun drykkir.

 

Nýsköpun drykkir

  • Gull, Glóaldin Kombucha Iceland – Kúbalúbra ehf
  • Silfur, Súrskot- safi úr Kimchi – Huxandi Slf
  • Brons, Rababaravín – Og natura

Einstakt bragð, gæði og ímynd

Í tilkynningu frá Matís um fyrirkomulag keppninnar segir: „Matarhandverk snýst um að skapa vörur þar sem lögð er áhersla á einstakt bragð, gæði og ekki síst ímynd, sem iðnaður getur ekki búið til. Áherslan er á að nota staðbundin hráefni, framleiðslu í litlu magni sem er oft svæðisbundin. Matarhandverksvörur eru heilnæmar, án óþarfra aukaefna og vörur sem hægt er að rekja til upprunans. Aðalsmerki matarhandverks er að nota það hráefni, mannafla og verkkunnáttu sem fyrirfinnst á staðnum, í gegnum alla framleiðslukeðjuna. Í matarhandverki er lögð áhersla á að þróa hefðbundnar vörur fyrir neytendur dagsins í dag.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...