Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
MAST verður nú að taka aftur til meðferðar heimild til innflutnings á trjábolum.
MAST verður nú að taka aftur til meðferðar heimild til innflutnings á trjábolum.
Mynd / Mathias Reding
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðvað innflutning á trjábolum.

Málavöxtu má rekja til þess er MAST hafnaði beðni PCC BakkaSilicon hf. um heimild fyrir innflutningi á trjábolum með berki, frá Póllandi, með þeim rökum að varningurinn samanstæði af villtum plöntum sem safnað væri á víðavangi.

Stofnunin hélt því fram að nytjaskógur teldist ekki sem ræktun við sýrðar aðstæður og því fengist ekki fullkomin vitneskja um möguleg sníkjudýr, veirur, sveppi og bakteríur sem gætu fylgt sendingunum.

PCC BakkiSilicon hf. kærði túlkun MAST til matvælaráðuneytisins þar sem heilbrigðisvottorð fylgdu sendingunni og að ekki væri hægt að skilgreina trjábolina sem „villtar plöntur sem safnað væri á víðavangi“.

Ráðuneytið felldi úr gildi úrskurð MAST og hefur falið stofnuninni að taka málið til meðferðar að nýju þar sem heilbrigðisvottorð væru til staðar og að ekkert hafi komið fram sem gæti bent til að þau uppfylli ekki kröfur.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...