Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Urriðakotshraun friðlýst
Mynd / Umhverfisstofnun
Fréttir 23. janúar 2024

Urriðakotshraun friðlýst

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra friðlýsti Urriðakotshraun sem fólkvang miðvikudaginn 10. janúar.

Er það hluti af Búrfellshrauni sem rann fyrir um átta þúsund og eitt hundrað árum.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að friðlýsingu svæðisins sem fólkvangs sé ætlað að tryggja aðgengi almennings að náttúru Urriðakotshrauns, sem búi yfir fjölbreyttum náttúru- og menningarminjum og miklum möguleikum til útivistar, náttúruskoðunar og umhverfisfræðslu. Urriðakotshraun liggur við Heiðmerkurveg skammt frá Urriðaholti í Garðabæ.

Á heimasíðu Umhverfisstofnunar segir að hraunið sé svokallað klumpahraun og jaðar þess uppbelgdur og úfinn. Í hrauninu séu sveigðir hryggir á yfirborði og úfnir hraukar við jaðrana. Nokkuð sé um hraunhella og kallist þeir Selgjárhellar og Maríuhellar.

Viðstaddir friðlýsinguna voru fulltrúar sveitarfélagsins, Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa og Golfklúbbsins Odds sem friðlýsingin var unnin í góðu samráði við.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f