Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Urriðafoss
Bóndinn 29. mars 2022

Urriðafoss

Ábúendurnir á Urriðafossi fluttu úr Reykjavík rétt fyrir jól 2016 og voru síðan tekin við rekstrinum á kúabúinu stuttu síðar.

Þau hrintu hugmyndum að breytingum strax af stað, þær helstu að skipuleggja gistingu ofan við Urriðafoss.

Býli:  Urriðafoss.

Staðsett í sveit: Flóahreppi á Suðurlandi.

Ábúendur: Birna Harðardóttir og Haraldur Einarsson.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Börnin okkar þrjú heita Matthilda, f. 2013, Einar Hörður, f. 2015 og Inga Lilja, f. 2018.

Stærð jarðar? 250 ha.

Gerð bús? Kúabú, ferðaþjónusta og laxveiði.

Fjöldi búfjár og tegundir? Um 150 nautgripir, þar af 65 mjólkurkýr. Fjósakettirnir Kátur og Pjakkur ásamt bæjarhröfnunum.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Fjósverk og gjafir á morgnana. Þrif, viðhald og annað sem fellur til áður en vinnudagurinn klárast í fjósinu. Birna sinnir ferðaþjónustunni; bókunum, undirbúningi og þrifum. Kvöldin oft í heita pottinum ef það eru ekki fundarhöld í félagsmálum.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Halli: Skemmtilegast er að vitja um netið í ánni. Birna: Hönnun og undirbúningur næsta ferðahúss.

Leiðinlegast er alveg klárlega að gera við flórsköfur.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði. Vonandi aðeins fleiri kýr og meiri ferðaþjónustu.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Vöruþróun á okkar heilnæmu vörum. Framsetningu í verslunum. Útiræktun með hlýnandi loftslagi, bæði til manneldis og fóður fyrir dýr.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur og smjör, lárpera og skyr er alltaf til.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Föstudagspitsan.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Brúðkaupið okkar í skemmunni.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...