Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Úrhelli í upphafi Landsmóts
Mynd / HKr.
Fréttir 3. júlí 2014

Úrhelli í upphafi Landsmóts

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Úrhellisrigning var á Gaddstaðaflötum á Hellu þar sem Landsmót hestamanna fer fram í gær, á þriðjudag og mánudag. Fresta þurfti keppnishaldi á þriðjudag og í gær.

Sigurður Ævarsson mótsstjóri segir að unnið sé að því að finna tíma fyrir þær greinar sem frestað var. Ekki komi til greina að fella niður keppnishald í neinum greinum. „Þetta er búið að vera erfitt og snúið. Við erum að vinna í því að breyta tímasetningum, í góðu samstarfi við keppendur. Þetta verður leyst, það er ekki í boði að fella neitt niður. Það spáir betra veðri á morgun [í dag] og það verður bara byrjað fyrr og verið að lengur.“

Veðrið hefur að mati Sigurðar haft einhver áhrif á þá dóma fram til þessa en allir sitji þó við sama borð. Hann segir mestu furðu hversu góðar brautirnar á Gaddstaðaflötum séu, þrátt fyrir það mikla vatnsveður sem verið hefur. „Sérstaklega er kynbótavöllurinn góður, hann hefur alls ekki orðið sleipur.“

Gestir eru orðnir nokkuð hraktir eftir bleytuna síðustu daga en Sigurður segir að þó sé engan bilbug á þeim að finna. Sigurður lofar þó góðu veðri á laugardaginn þegar mótshaldið nær hámarki. „Ég sagði í viðtali við Bændablaðið fyrir mánuði að langtímaspár lofuðu góðu veðri á mótinu. Ég verð að éta það ofan í mig en ég vonast til að þetta fari að lagast og verði gott um helgina.“

Veður er nú með ágætasta móti á Gaddstaðaflötum og gengur keppnishald ágætlega.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...