Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ingvi Stefánsson, formaður Félags svínabænda og bóndi í Teigi.
Ingvi Stefánsson, formaður Félags svínabænda og bóndi í Teigi.
Fréttir 30. nóvember 2018

Úrbeinaðir svínahnakkar fluttir inn sem síður

Höfundur: Vilmundur Hansen

Innflutnings­aðilar eru grun­aðir um að fara á svig við kerfið og flytja inn aðra hluta svínakjöts sem svínasíður. Rökstuddur grun­ur um að svo sé, segir for­maður Félags svínabænda.

„Við höfum rökstuddan grun um að eitthvert magn af svínakjöti, eins og til dæmis úrbeinaðir svínahnakkar, hafi verið fluttir inn sem svínasíður,“ segir Ingvi Stefánsson, formaður Félags svínabænda og bóndi í Teigi.

Ingvi segir að Félag svínabænda sé búið að senda erindi til bæði fjármála- og landbúnaðarráðuneytisins þar sem óskað er eftir því að málið sé kannað með tollayfirvöldum.

Gríðarmikill innflutningur á síðum

„Okkur í stjórn Félags svínabænda barst til eyrna fyrr á þessu ári að það væru brotalamir í innflutningi svínakjöts og í framhaldi af því fórum við að skoða málið betur. Ég get ekki lagt fram neinar magntölur en miðað við hvað innflutningur á síðum er mikill þá kemur ekki á óvart að annað kjöt fylgi með sem síður. Þrátt fyrir að þessi staða hafi komið upp viljum við trúa því að flestir sem standi í innflutningi á svínasíðum séu sannanlega að flytja þær inn en ekki eitthvað annað, segir Ingvi.

Ráðuneytið ætlar að grípa til aðgerða

Ingvi segir að stjórn Félags svínabænda hafi fundað með fyrrverandi skrifstofu­stjóra og lögfræðingi landbúnaðar­ráðu­neytisins síðastliðið sumar.

„Þá var okkur sagt að það ætti að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að þetta mundi endurtaka sig en hvort slíkt hefur verið gert veit ég ekki. Við höfum lengi gert athugasemdir við það hvernig staðið er að útboði á opnum tollkvótum og við teljum að það þurfi að endurskoða það ferli eins og það leggur sig.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f