Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Agnar Jónasson, fyrrum skeifusmiður, komin á kaf í bílaniðurrif í nýja fyrirtækinu sínu, Partasölu Vesturlands, í Stykkishólmi.
Agnar Jónasson, fyrrum skeifusmiður, komin á kaf í bílaniðurrif í nýja fyrirtækinu sínu, Partasölu Vesturlands, í Stykkishólmi.
Fréttir 3. júní 2016

Úr skeifusmíði í bílapartasölu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Agnar Jónasson, sem margir þekkja sem skeifusmið, er nú að söðla um í starfi og opna bílapartasölu í Stykkishólmi. 
 
Agnar segist hafa orðið að hætta í skeifuframleiðslunni vegna ofnæmis. Var hann orðinn illa farinn á höndum og orðinn óvinnufær er hann gerði tilraunir með að bera á sig áburð sem unninn er úr minkafitu. Það hafi undraverð áhrif og gerði honum kleift að halda áfram skeifusmíðinni um sinn, en nú telur hann fullreynt. Hann segist hafa verið blóðrisa alla daga og óæskileg efni úr smíðinni hafi síast í gegn þótt hann hafi verið með vettlinga. 
 
„Ég er nýhættur að framleiða skeifurnar þannig að ég fór að snúa mér að öðru. Nú er ég að setja á fót bílapartasölu sem er sú eina á svæðinu frá Reykjavík til Akureyrar. Hún mun heita Partasala Vesturlands. Heimasíða fyrirtækisins er að fara í loftið og ég er byrjaður að rífa 20 bíla,“ segir Agnar. Hann telur að markaður sé nægur á svæðinu enda langt að sækja í aðrar bílapartasölur.  
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...