Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Úr búreldi í lausagöngu
Fréttir 27. júlí 2020

Úr búreldi í lausagöngu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talsverðar breytingar standa fyrir dyrum hjá eggjabúinu Stjörnuegg að Vallá á Kjalarnesi. Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að til standi að ljúka breytingum frá búrhaldi í lausagöngu.

„Við erum í ferli að breyta úr búreldi í lausagöngu en við erum ekki að fjölga hænum að neinu ráði eins og er, þrátt fyrir að við höfum sótt um rýmra starfsleyfi. Gömul hús, sem ekki henta fyrir lausagöngu, verða tekin úr umferð og ný byggð í staðinn sem henta betur fyrir starfsemina eftir breytinguna.“

Miklar breytingar

Geir Gunnar segir að það fylgi því miklar breytingar að skipta úr búrum yfir í lausagöngu. „Við verðum til dæmis að hafa húsin í hvíld lengur eftir hvern eldishóp, það fer meiri vinna í að þrífa og sótthreinsa, þar sem óhreinindi berast víðar, og við verðum að auka húsrýmið vegna þess, þrátt fyrir að vera með sama fjölda af fuglum.“

Ekki markaður fyrir meiri egg

Stjörnuegg er með um 55 þúsund varphænur í húsi en Geir Gunnar segir að eins og staðan er í dag sé ekki markaður fyrir meira af eggjum. „Eftir að ferðamönnum fækkaði dró töluvert úr eftirspurn.“

Aukið rými fyrir fuglana

„Með breytingunum aukast möguleikar á að fjölga fuglum eitthvað í framtíðinni en það er ekkert sem kallar á slíkt núna.Fermetrafjöldinn sem eykst við breytingarnar leyfir að við fjölgum úr 55 þúsund fuglum í 90 þúsund stæði en augljóslega er alls engin þörf eða möguleiki á að hafa þann fjölda samtímis. Hugmyndin hjá okkur er að hafa rýmra á fuglunum og svo þurfa húsin að standa lengur tóm vegna aukins smitálags við lausagöngu í stað búreldis.“

Hugmyndin að framleiða mest á Kjalarnesi

Stjörnuegg voru með fuglahús í Saltvík, Brautarholti og Vallá á Kjalarnesi og að sögn Geirs Gunnars er hugmyndin að framleiða sem mest á Vallá. „Pökkunin á sér stað á Vallá og því þarf ekki að endurpakka eggjunum eins og þurfti að gera með eggin frá Saltvík og Brautarholti.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...