Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kristján Stefánsson frá Gilhaga hefur lengi unnið við uppstoppun.
Kristján Stefánsson frá Gilhaga hefur lengi unnið við uppstoppun.
Fréttir 7. febrúar 2022

Uppstoppaður kindahaus númer 400 er tilbúinn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Þetta er ákveðinn áfangi,“ segir Kristján Stefánsson frá Gilhaga, sem lengi hefur unnið við uppstoppun, en seint á síðastliðnu ári afhenti hann kindahaus númer 400 frá því hann hóf að stoppa upp. Hausinn fór á Sauðanes við Siglufjörð, var jólagjöf sem vakti lukku.

Kristján kennir sig við Gilhaga í Skagafirði þar sem hann er fæddur og uppalinn, en hann flutti til Akureyrar árið 2008 þar sem hann kom sér upp atvinnuhúsnæði sem hann kallar Hreiðri. Þar sinnir hann uppstoppun sinni og hefur um tíðina haft í nógu að snúast. Mest hefur hann fengist við að stoppa upp dýr, kindahausa til að mynda og tófur hafa líka í áranna rás komið í töluverðum mæli sem og fuglar.

Kristján segir að uppstoppunarferlið sé tímafrekt en „ég hef alltaf jafn gaman af þessu og er svo sem ekki með nein áform um að hætta,“ segir hann.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...