Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Matreiðslubækur Guðbjargar og Sigurlaugar Sveinsdætra frá því upp úr 1940 hafa varðveist vel og voru efniviður í bókina Uppskriftir stríðsáranna.
Matreiðslubækur Guðbjargar og Sigurlaugar Sveinsdætra frá því upp úr 1940 hafa varðveist vel og voru efniviður í bókina Uppskriftir stríðsáranna.
Fréttir 9. september 2020

Uppskriftabók úr íslenskum eldhúsum eftir stríð

Höfundur: Erla Gunnarsdóttir

Á síðasta ári kom út frá Espólín-forlagi matreiðslubókin Upp­skriftir stríðsáranna eftir Önnu Dóru Antonsdóttur og Kristrúnu Guðmundsdóttur. Með bókinni vilja þær halda á lofti merki formæðra sinna en uppskriftir í bókinni eru teknar úr matreiðslubókum systranna Guðbjargar og Sigurlaugar Sveinsdætra en þær stunduðu báðar nám við Kvenna­skólann á Blönduósi og voru uppskriftabækur þeirra afrakstur matreiðslunáms við skólann.

Sigurlaug frá Tjörn (f.1924) stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi veturinn 1943-1944 en Guðbjörg (f.1919 d. 2013) veturinn 1939-1940. Báða þessa vetur voru Sigurlaug Björnsdóttir frá Kornsá matreiðslukennari og Sólveig Sövik skólastýra. Í matreiðslubókinni Uppskriftir stríðsáranna segir:


„Kvennaskólinn á Blönduósi var lyftistöng í lífi húnvetnskra og skagfirskra kvenna í lok nítjándu aldar og fram eftir þeirri tuttugustu. Húsmæðurnar skynjuðu það og skildu. Þær sendu dætur sínar í þessa menntastofnun sem þær höfðu sjálfar trú á. Bækurnar (systranna) bera þess menjar að hafa verið í mikilli notkun en uppskriftirnar voru, þegar grannt var að gáð, hluti daglegs mataræðis eftirstríðsáranna og lengur, á alþýðuheimilum þessa lands.“


Höfundar bókarinnar Uppskriftir stríðsáranna flétta skemmtilega saman hinum gömlu uppskriftum með textum dagsins og hugleiðingum um það sem er efst á baugi í samtímanum, rifja upp þætti úr kvennafræðslu og krydda síðan með heilræðum úr smiðju Kvennaskólans. Hér fylgja tvær uppskriftir úr bókinni:

Prinsessusúpa
  • 1 ½ l kjötsoð
  • 1 ¼ hvítkálshöfuð
  • Gulrófa – gulrætur
  • 40 g smjör
  • 40 g hveiti
  • 2 msk. rjómi
  • 1 eggjarauða – gott kjötsoð
Aðferð:
Konan sker þvegið grænmeti í smábita og hitar á pönnu. Lætur sjóða í tíu til fimmtán mínútur. Þá er grænmetið tekið upp úr og látið í súpuskál. Bakar saman smjör og hveiti og hræri smám saman út með soðinu, lætur sjóða. Rjóminn og eggin hrærð saman og jafnað síðan út í súpuna, má ekki sjóða! Og úr verður prinsessusúpa.
Snjóbúðingur
  • 1-2 dl rjómi
  • 2 msk. sykur
  • 3 bl. matarlím
  • 2 msk. heitt vatn
  • 1 tsk. vanilludropar
  • Berjasulta, makkarónur eða smákökur

Aðferð:
Matarlímið lagt í kalt vatn og látið liggja í stund. Rjóminn þeyttur og droparnir og sykri hrært saman við. Matarlímið hrært út í heita vatninu og látið renna og hrært gætilega saman við rjómann. Og síðan sett í mót sem er bleytt og sykri stráð. Og látið í lögum svo sultan og smákökurnar séu innan í og þær þurfa að vera brotnar í smábita. Rjóminn skal vera allt í hring. 

Kristrún Guðmundsdóttir og Anna Dóra Antontsdóttir gáfu út matreiðslubókina Uppskriftir stríðsáranna á síðasta ári en í henni má finna uppskriftir úr matreiðslubókum systranna Guðbjargar og Sigurlaugar Sveinsdætra.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...