Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Meðal frumkvöðla sem kynna verkefni sín eru framleiðendur sauðaosta undir vörumerkinu Sauðagull.
Meðal frumkvöðla sem kynna verkefni sín eru framleiðendur sauðaosta undir vörumerkinu Sauðagull.
Fréttir 27. nóvember 2020

Uppskeruhátíð viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita haldin í dag á netinu

Höfundur: smh

Í dag klukkan 13 verður haldin uppskeruhátíð viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fer með ávarp og í kjölfarið munu níu sprotafyrirtæki á sviði sjávarútvegs- og landbúnaðar kynna viðskiptahugmyndir sínar. Hægt verður að fylgjast með viðburðinum á vef verkefnisins tilsjavarogsveita.is.

Til sjávar og sveita: frá hugmynd í hillu, býður upp á metnaðarfullan vettvang til vöruþróunar fyrir verkefni sem snúa að hátækni í matvælaiðnaði, nýjum lausnum í landbúnaði og haftengdum iðnaði og betri nýtingu hráefna þar sem sjálfbærni og nýsköpun eru höfð að leiðarljósi. Hraðallinn er einnig tilvalinn vettvangur fyrir þróun tæknilausna ætlaðar verslun og þjónustu, t.d. greiðslumiðlun, birgðastýringu, flutning o.þ.h. sem snýr að því að koma vörum í hendur viðskiptavina. Hraðlinum er ætlað að hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til vara er komin á markað.

Hraðallinn stendur yfir í tíu vikur og fer fram í annað sinn í ár, en alls hafa borist um 140 umsóknir í verkefnið. Allt að tíu fyrirtæki eru valin til þátttöku ár hvert. Þátttakendur fá aðgang að sameiginlegri vinnuaðstöðu og njóta leiðsagnar fjölda reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga auk fræðslu og þjálfunar. Þátttakendur fá jafnframt fjölda tækifæra til að koma hugmyndum sínum á framfæri og efla tengslanetið.

Umsjón með verkefninu er í höndum Icelandic Startups í samstarfi við Íslenska sjávarklasann. Bakhjarlar verkefnsins eru í Matarauður Íslands, Nettó, Landbúnaðarklasinn og Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið. Verkefnið er einnig unnið í samstarfi við Matís og Eldstæðið.

Smellið á myndina til að fylgjast með viðburðinum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f