Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Framleiðendur kynntu sig og sínar vörur á vinnustofunni á uppskeruhátíðinni.
Framleiðendur kynntu sig og sínar vörur á vinnustofunni á uppskeruhátíðinni.
Mynd / Samtök smáframleiðenda matvæla
Líf og starf 27. apríl 2022

Uppskeruhátíð og matarmarkaður í Miðfirði

Höfundur: smh

Smáframleiðendur matvæla héldu uppskeruhátíð Matsjárinnar 7. apríl  og stóðu fyrir matarmarkaði í leiðinni á Hótel Laugarbakka í Miðfirði.

Um var að ræða lokaviðburð á 14 vikna námskeiði undir merkjum Matsjárinnar sem hófs í byrjun janúar 2022. Á þessu 14 vikna tímabili voru haldnir sjö fræðslufundir og sjö fjarfundir. Matsjáin er ætluð smáframleiðendum matvæla sem vilja efla leiðtogafærni sína, öðlast aukna getu til að þróa vörur og þjónustu efla tengslanet sitt í greininni. Verkefnið er sambærilegt Ratsjánni, verkefni ferðaþjónustunnar.

Daginn eftir uppskeruhátíðina fóru þátttakendur í rútuferð um svæðið til að heimsækja smáframleiðendur og fengu kynningu úr rútunni á þeim sem ekki gafst tími til að heimsækja. Síðasta stoppið var í Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd þar sem fjölmargir smáframleiðendur af svæðinu framleiða vörur sínar.

Sigurdís Edda Jóhannesdóttir kom með góðgæti á markaðinn frá Ártanga.

Um 100 manns á matarmarkaðnum

Matarmarkaðurinn var haldinn í Grettissal hótelsins og er talið að um 100 manns hafi sótt hann, en hann var ekki síður haldinn til að gefa smáframleiðendunum tækifæri til að kynnast framleiðslu hvers annars.

Ragnheiður og Þröstur frá Birkihlíð á matarmarkaðinum. 

Í stýrihópi Matsjárinnar voru þær Þórhildur M. Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM), Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri SSFM, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, atvinnuráðgjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðvesturlandi vestra (SSNV) og Svava Björk Ólafsdóttir eigandi RATA.

Í verkefnisstjórninni voru auk stýrihópsins, fulltrúar allra landshlutasamtaka landsins.

Ráðgjafafyrirtækið RATA sá um að leiða verkefnið fyrir hönd samstarfsaðilanna. Matsjáin var styrkt af Matvælasjóði. 

Fleiri myndir frá uppskeruhátíð og matarmarkaði er að finna á Facebook-síðu SSNV.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...