Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Matvælaskortur horfir við íbúum Norður-Kóreu.
Matvælaskortur horfir við íbúum Norður-Kóreu.
Mynd / AP
Fréttir 23. ágúst 2017

Uppskerubrestur í Norður-Kóreu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Langvarandi þurrkur í Norður-Kóreu er að valda uppskerubresti á undirstöðu fæðutegundum á meginuppskerutíma ársins.
 
Hrísgrjón, maís, kartöflur og sojabaunir liggja undir skemmdum og horfir því í versnandi matvælaöryggi.
 
Árstíðarbundin úrkoma frá aprílmánuði fram í júní hefur verið langt undir landsmeðaltölum, og ívið lægri en árið 2001 þegar kornframleiðsla hrundi sem olli því að stór hluti þjóðarinnar upplifði fæðuskort. 
 
Mikill þurrkur í byrjun árs hafði einnig áhrif á fyrri uppskeru ársins en samkvæmt tölum Matvælastofnunnar sameinuðu þjóðanna (FAO) var hveiti, bygg og kartöfluuppskera 30% minni en árið 2016.
 
Skjótra viðbragða er þörf samkvæmt frétt Matvælastofnunnarinnar og mikilvægt að bændur fái viðeigandi aðstoð í tíma en nauðsynlegt þykir m.a. að uppfæra áveitukerfi landbúnaðarsvæða til að auka aðgengi vatns að þeim. 
 
Þó verður ekki hjá því komist að landið þurfi að flytja inn meiri matvæli til að tryggja nægt framboð. Mun þetta aðeins vera ein af mörgum ástæðu þess að efla þurfi ræktun tegunda sem þola betur þurrk og efla viðnám við breyttum umhverfisaðstæðum.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...