Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Ronja Lena Hafsteinsdóttir í hlutverki sínu sem Anna epli.
Ronja Lena Hafsteinsdóttir í hlutverki sínu sem Anna epli.
Mynd / Sara Dröfn
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust undir leikstjórn Gunnars Gunnsteinssonar og söngþjálfun Andreu Gylfadóttur.

Ávaxtakarfan er líflegt og skemmtilegt verk sem tekur þó á viðkvæmu efni, einelti og fordómum, en Ingi Guðmundsson, formaður Leikfélags Hveragerðis, segir boðskapinn mikilvægan og eigi erindi við alla. Viðtökur á sýningunni hafa verið fram úr öllum vonum og er uppselt á Ávaxtakörfuna á þessu ári. „Síðasta sýningin hjá okkur er sunnudaginn 8. desember og þá höfum við verið með fullt hús á alls 22 sýningum frá því í september,“ segir Ingi. „Við erum ótrúlega ánægð með viðtökurnar enda ekki sjálfgefið að sýningar áhugaleikhúsa gangi svona vel.“

Sýningin þyki bæði vönduð og metnaðarfull auk þess sem það sé augljóst að samspil leikaranna beri vott um gott flæði.

Ákveðið hefur verið að halda sýningum áfram á nýju ári og er sala hafin á janúarsýningarnar á vefsíðu Tix.is. Miði á Ávaxtakörfuna er tilvalin jólagjöf auk þess sem sýningin hentar vel fyrir skólahópa. „Hópapantanir og fyrirspurnir fara fram í gegnum netfangið leikhver@gmail.com og um að gera að hafa samband,“ segir Ingi að lokum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...