Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Mikill samdráttur í sölu á handprjónabandi er ein helsta ástæðan fyrir rekstrarvanda Ístex.
Mikill samdráttur í sölu á handprjónabandi er ein helsta ástæðan fyrir rekstrarvanda Ístex.
Fréttir 23. október 2025

Uppsagnir og lækkað afurðaverð til bænda

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Upplýsingafundur um rekstrarvanda ullarvinnslufyrirtækisins Ístex var haldinn 14. október, en eins og fram hefur komið í fréttum hér í blaðinu hefur félagið ekki tekist að standa í skilum við sauðfjárbændur á þessu ári um greiðslur vegna ullarinnleggs.

Á fundinum kom fram að ullarverð til bænda fyrir næsta ár lækkar talsvert í öllum flokkum vegna stöðunnar.

Dregið úr framleiðslu

Gunnar Þórarinsson, stjórnarformaður félagsins, útskýrði að hluti vandans væri einnig sá, að á árunum 2023 og 2024 hafi verið ráðist í fjárfestingar í tækjabúnaði til að mæta þeirri sívaxandi eftirspurn sem var á þeim tíma.

Þá hafi sértækar lánafyrirgreiðslur hjá viðskiptabanka Ístex ekki verið í boði.

Í máli Gunnars koma fram að vegna fjárhagsvandans hafi Ístex þurft að segja upp fjölda starfsfólks og draga úr framleiðslu til að minnka framleiðslukostnað.

Hagræðingaraðgerðir farnar að skila árangri

Á fundinum kom fram að enn væri ekki ljóst hvenær hægt yrði að standa í skilum við bændur, greiðsluvandann væri hægt að rekja til slæmrar lausafjárstöðu. Fjárhagsstaða félagsins væri þó mun betri nú en síðasta vor enda sala mun betri en fyrir ári síðan, þegar mikill samdráttur varð í sölu á handprjónabandi. Sala hafi einnig verið treg á handprjónabandi í vor.

Fram kom að hagræðingaraðgerðir væru einnig farnar að skila árangri.

Sagði Gunnar að lokum að verkefnið framundan væri að reyna að auka sölu á öllum framleiðsluvörum Ístex og leita leiða til að geta staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sauðfjárbændum. Ef núverandi aðgerðir dygðu ekki, ætti Ístex verðmætar eignir sem hægt væri að selja og þannig útvegað nægilegt lausafé til að geta mætt þeim

Skylt efni: Ístex

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...