Uppsagnir og lækkað afurðaverð til bænda
Upplýsingafundur um rekstrarvanda ullarvinnslufyrirtækisins Ístex var haldinn 14. október, en eins og fram hefur komið í fréttum hér í blaðinu hefur félagið ekki tekist að standa í skilum við sauðfjárbændur á þessu ári um greiðslur vegna ullarinnleggs.
Á fundinum kom fram að ullarverð til bænda fyrir næsta ár lækkar talsvert í öllum flokkum vegna stöðunnar.
Dregið úr framleiðslu
Gunnar Þórarinsson, stjórnarformaður félagsins, útskýrði að hluti vandans væri einnig sá, að á árunum 2023 og 2024 hafi verið ráðist í fjárfestingar í tækjabúnaði til að mæta þeirri sívaxandi eftirspurn sem var á þeim tíma.
Þá hafi sértækar lánafyrirgreiðslur hjá viðskiptabanka Ístex ekki verið í boði.
Í máli Gunnars koma fram að vegna fjárhagsvandans hafi Ístex þurft að segja upp fjölda starfsfólks og draga úr framleiðslu til að minnka framleiðslukostnað.
Hagræðingaraðgerðir farnar að skila árangri
Á fundinum kom fram að enn væri ekki ljóst hvenær hægt yrði að standa í skilum við bændur, greiðsluvandann væri hægt að rekja til slæmrar lausafjárstöðu. Fjárhagsstaða félagsins væri þó mun betri nú en síðasta vor enda sala mun betri en fyrir ári síðan, þegar mikill samdráttur varð í sölu á handprjónabandi. Sala hafi einnig verið treg á handprjónabandi í vor.
Fram kom að hagræðingaraðgerðir væru einnig farnar að skila árangri.
Sagði Gunnar að lokum að verkefnið framundan væri að reyna að auka sölu á öllum framleiðsluvörum Ístex og leita leiða til að geta staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sauðfjárbændum. Ef núverandi aðgerðir dygðu ekki, ætti Ístex verðmætar eignir sem hægt væri að selja og þannig útvegað nægilegt lausafé til að geta mætt þeim
