Uppsagnir hjá John Deere
Minnkandi eftirspurn eftir landbúnaðartækjum bandaríska framleiðandans John Deere hefur leitt til uppsagna á 238 starfsmönnum hjá fyrirtækinu.
John Deere er stærsti framleiðandi á landbúnaðaratækjum í Bandaríkjunum. Uppsagnirnar eiga við þrjár starfsstöðvar fyrirtækisins í Illinois og Iowa.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að versnandi afkoma í bandarískum landbúnaði sé um að kenna en hún hafi dregið úr eftirspurn eftir vélum og tækjum sem John Deere framleiðir.
