Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Upprunamerkingar – tenging milli hefða og gæða
Líf og starf 8. september 2025

Upprunamerkingar – tenging milli hefða og gæða

Höfundur: Hafliði Halldórsson

Það eru ekki margar afurðir sem bera með sér jafnsterka tengingu við land og þjóð og íslenskt lambakjöt. Bragðið er hreint og sérstakt, mótað af náttúrunni og frjálsri för dýranna í sumarbeitinni. Formlega viðurkennd afurð í Evrópu sem verndað afurðaheiti (PDO – Protected Designation of Origin), hæsta gæðastimpil sem matvara getur fengið. Það er gömul saga og ný að upphefðin komi að utan og í þessu tilfelli má vel líta svo á.

Upprunamerkingar í evrópsku kerfi afurðaheita eru trygging fyrir neytendur. Þær segja okkur hvaðan afurðin kemur, hvernig hún er framleidd og að aðeins framleiðendur á viðkomandi svæði megi nota nafnið. Ítalir hafa parmaskinkuna og parmesanostinn, Grikkir fetaostinn og Frakkar kampavínið. Ísland bættist svo í hópinn með lambakjötið og vonandi verða fleiri íslenskar afurðir skráðar í framhaldi því að skráningar í kerfinu stuðla að verulega auknu verðmæti.

Merkingin er ekki bara einhver miði á umbúðum þegar kemur að íslensku lambakjöti. Hún segir líka sögu af bændum sem halda í hefðir, af dýrum sem ganga frjáls á fjöllum og af afurðinni sem er hluti af menningu okkar. Íslenski sauðfjárstofninn er einstakur, hefur haldist einangraður frá landnámi, lömbin búa við mikið frelsi, nærast á grasi, villtum jurtum og berjum og drekka hreint fjallavatn. Hráefnið íslenskt lambakjöt er einstakt og órjúfanlegur hluti íslenskrar matarmenningar, og engir aðrir en íslenskir sauðfjárbændur geta boðið það. Einn lykilþáttur er aldur lamba við slátrun. Hérlendis eru þau alla jafna aðeins 4–6 mánaða gömul og slátrað á haustin þegar sumarbeit lýkur, á meðan alþjóðleg skilgreining leyfir allt að 12 mánaða aldur. Ungur aldurinn skilar sér í meyrara kjöti og mildara bragði sem matgæðingar kunna vel að meta.

Með upprunamerkingu sinni hefur íslenskt lambakjöt fylgt fordæmi þekktra erlendra afurða þar sem merkið stendur fyrir tryggan uppruna, vandaða úrvinnslu og ávinning fyrir bæði framleiðendur og neytendur. Það styður einnig við markaðssetningu þeirra sem vinna og selja vöruna með því að segja söguna af búskapnum og fólkinu á bak við bragðið ásamt því að tala um hráefnið sjálft og hvernig má nota það í matreiðslunni með uppskriftum og fróðleik á heimasíðunni Íslenskt lambakjöt.

Og nú þegar sláturtíðin stendur fyrir dyrum er ferskt lambakjöt að koma á markað. Það er þessi árstíð sem margir hlakka til og tengist auðvitað göngum og réttum sem hafa sameinað þjóðina í þúsund ár. Ferskt íslenskt lambakjöt er þannig ekki aðeins hápunktur haustsins – heldur lifandi minning um menningu, hefðir, landslag og lífsstíl sem gera Ísland einstakt. Fersku lambakjöti þarf að hampa sérstaklega þennan stutta tíma sem sláturtíðin stendur og byggja upp skilning neytenda á því að ferskt lamb er mun verðmætara en frosið. Þannig er hægt að byggja ofan á virði lambakjöts og þannig tryggja áframhaldandi framleiðslu á þessar einstöku gæðaafurð.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...