Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Upplýsingasíða um riðuvarnir
Fréttir 5. september 2024

Upplýsingasíða um riðuvarnir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Karólína Elísabetardóttir í Hvammshlíð, frumkvöðull í riðumálum, hefur tekið saman helstu upplýsingar um riðuvarnir á vefsíðu sem var opnuð nýlega.

Vefslóðir síðunnar eru riduvarnir.is og ridaneitakk.net og er hún einkaframtak Karólínu. „Ég uppgötvaði í samtölum við bændur og aðra að oft vantar þekkingu, bæði um tæknileg smáatriði en einnig um grundvallaratriði eins og um þol og næmi breytileika sem heita ekki ARR. Það kom mér á óvart. Þó nokkrir vissu til dæmis ekki að T137 er mjög vel rannsakaður breytileiki, sem miklar vonir eru bundnar við. Aðrir höfðu ekki hugmynd um að í riðuhólfum þurfi að sækja árlega um söluleyfi. Sumir héldu að í forystufé hafi aldrei neitt fundist nema mjög næmar arfgerðir, sem er alls ekki rétt,“ segir Karólína.

Sameinar þekkinguna

Upplýsingar um riðuvarnir var hægt að nálgast víða eins og hjá Matvælastofnun (MAST) og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), einnig í gegnum vísindagreinar og í Bændablaðinu. En með framtaki sínu vildi Karólína sameina allar upplýsingar undir einni síðu. Hún segist hafa verið í sambandi við MAST, RML, Keldur og deild sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands til að gefa kost á athugasemdum og breytingaróskum áður en vefurinn fór í loftið, en hún mun svo uppfæra efni síðunnar eftir ábendingum. „Ólíkt prentaðri bók er alltaf hægt að breyta einhverju eftir á, sem er mikill kostur því margt er að breytast hratt í þessum málum.“

Á vefnum kennir ýmissa grasa. „Viltu vita hvort C151 eða N138 er þolnara? Eða hvað atýpísk riða er? Þarna eru upplýsingar um hvernig maður tekur sýni og hvernig hægt er að mæla riðunæmi í tilraunaglasi og hvernig þú sækir um kaupaleyfi,“ nefnir hún sem dæmi.

Vefurinn er einkaframtak Karólínu Elísabetardóttur sem hefur tekið saman upplýsingar um riðu og riðuvarnir. Vefslóðir síðunnar eru riduvarnir.is og ridaneitakk.net.

Vernda þarf fjölbreytileikann

Karólínu þótti tímabært að setja síðuna strax í loftið. „Ég sótti um styrk fyrir heimasíðugerðinni, en vildi samt ekki bíða hvort hann kæmi. Fólk er að pæla í þessu einmitt núna. Ef ég hefði beðið, þá hefði það verið of seint. Þá eru lömbin komin frá fjalli, allir á fullu í ýmsu. Þetta haust skiptir sérstaklega miklu máli varðandi framhaldið – hvaða lömb eru sett á, hvaða breytileikar eru teknir alvarlega og hverjir detta út.“

Hún segir þekkingu vera undirstöðu markvissrar ræktunar, ekki síst ef bóndi vill byggja upp riðuþol á erfðafræðilega breiðum grunni. „Íslenski sauðfjárstofninn er einstaklega fjölbreyttur – í útlöndum eru svoleiðis kyn í útrýmingarhættu og margir öfunda okkur af þessum gamalgróna, hrausta og litríka stofni, sem er á sama tíma afurðamestur í heiminum,“ segir hún.

Fjölbreytileikann þarf að vernda. „Við megum ekki missa þennan fjölbreytileika, hann kemur ekki aftur. Þess vegna er tilvalið að nýta sér þekkingu alþjóðlegra vísindamanna, sem hafa rannsakað riðu í marga áratugi. Þeir mæla eindregið með því að stóla ekki eingöngu á ARR.“

Heimasíðan svarar öllum helstu spurningum að mati Karólínu. Ef ekki, þá má hafa samband við hana. „Það er alltaf hægt að bæta og breyta.“

Hægt er að gerast áskrifandi að tilkynningum um nýjar færslur með því að skrá netfangið sitt inn í reitinn „Fylgstu með“ fyrir ofan stóru valmyndina.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...