Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðuneytinu er uppfærsla á Kjötbókinni.

Það er Matís sem fær stuðninginn, enda eigandi og útgefandi bókarinnar. Óli Þór Hilmarsson er ritstjóri og segir hann að fjármagnið verði nýtt til að uppfæra efni bókarinnar, einkum lambakjötskaflann.

„Það sem þarf að gera er að uppfæra allar töflur um lambakjöt sem eru undir „ítarefni- mælingar“. Þetta eru upplýsingar sem fallið hafa til úr rannsóknum undanfarinna ára. Það verða teknar inn nýlegar upplýsingar úr skýrslu um efnainnihald lambakjöts; hlutfall kjöts, fitu og beina meðal annars,“ segir Óli. Hann segir að ýmsu þurfi líka að breyta í vefumsjónarkerfinu en Kjötbókin er aðgengileg á rafrænu formi á slóðinni kjotbokin.is.

Óli reiknar með að vinna fari af stað á næstu dögum og að uppfærslunni verði lokið fyrir haustið. „Við notum tækifærið og yfirförum alla þætti kaflans og bætum við upplýsingum um vörur,“ segir hann, en Kjötbókin varð 30 ára á síðasta ári. 

„Það sem mun strax sjást af breytingum verða nýjustu uppfærslur á næringartöflum einstakra stykkja sem og nýtingartölum eftir kjötmatsgæðaflokkum. Trúlega bætum við upplýsingum um nýjar afurðir sem ekki eru í bókinni núna en það eru vörur sem komnar eru á markað í dag en voru ekki fyrir 15 árum.“

Skylt efni: Kjötbókin

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...