Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Upplýsingar um Bjargráðasjóð
Mynd / BBL
Á faglegum nótum 13. október 2017

Upplýsingar um Bjargráðasjóð

Höfundur: Anton Torfi Bergsson
Með XXI. Kafla laga nr. 126/2016 um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2017, var lögum nr. 49/2009 um Bjargráðasjóð breytt á þann veg að innheimtu Búnaðargjalds var hætt.
 
B-deild Bjargráðasjóðs, sem var Búnaðardeild sjóðsins og hafði tekjur að búnaðargjaldi var lögð niður um síðustu áramót, en þar sem búnaðargjald var greitt vegna rekstrar ársins 2016 er litið svo á að rétthafar bóta úr B-deild Bjargráðasjóðs hafi tryggt rétt sinn vegna bóta sem urðu árið 2016. Samkvæmt 19.gr. reglugerðar nr.30/1998 sem gildir um sjóðinn er tekið fram að „Umsókn um aðstoð úr Bjargráðasjóði skal hafa borist sjóðnum innan eins árs frá því tjón varð“
 
A-deild Bjargráðasjóðs starfar áfram óbreytt fyrst um sinn.
 
Um hlutverk A-deildar segir svo í 8.gr laga nr. 46/2009 um Bjargráðsjóð, breyttum í XXI. Kafla laga nr. 126/2016
 
„Hlutverk Bjargráðasjóðs er að veita einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð til að bæta meiri háttar beint tjón af völdum náttúruhamfara:
  1. á gjaldskyldum fasteignum samkvæmt skilgreiningu laga um tekjustofna sveitarfélaga,sbr. lög um Fasteignaskrá Íslands, og girðingum, túnum og rafmagnslínum er tengjast landbúnaði,
  2. á heyi sem notað er við landbúnaðar­framleiðslu,
  3. vegna uppskerubrests af völdum óvenjulegra kulda, þurrka, óþurrka og kals.
Ekki er bætt tjón sem nýtur almennrar tryggingaverndar eða hægt er að fá bætt með öðrum hætti, sbr. ákvæði laga um Viðlagatryggingu Íslands.
 
Ekki verður veitt fjárhagsaðstoð vegna tjóns ef ásetningi eða gáleysi eiganda eða umsjónarmanns verður um kennt, eðlilegar varnir ekki verið við hafðar og ef staðsetning hluta er óeðlileg með tilliti til tjónshættu.
 
Ekki verður veitt fjárhags­aðstoð vegna tjóns á stærri mannvirkjum, svo sem orku- og hafnarmannvirkjum, sjóvarnargörðum, fiskeldis­mann­virkjum og skipasmíðastöðvum.“
 
Anton Torfi Bergsson, 
framkvæmdastjóri Bjargráðasjóðs.

Skylt efni: Bjargráðasjóður

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f