Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Uppljóstrun á slæmri meðferð á svínabúi í Lettlandi
Fréttir 11. október 2017

Uppljóstrun á slæmri meðferð á svínabúi í Lettlandi

Höfundur: ehg / Bondebladet
Svínabúið SIA Baltic Pork í Lettlandi, sem er í eigu norskra aðila, hefur ratað á síður lettneskra dagblaða eftir að dýraverndunarsinni sem vann á búinu í fimm vikur á fölskum forsendum birti myndir og myndbönd frá svínaframleiðslunni. 
 
Nú hefur málið einnig ratað í norska fjölmiðla, en fyrirtækið SIA Baltic Pork er 100 prósent í eigu Norðmanna, og það sem meira er það hefur fengið hátt í 150 milljónir íslenskra í styrk frá Nýsköpunarsjóði í Noregi (Innovasjon Norge). Birtingarnar sýna fordæmalausa og átakanlega meðhöndlun á svínum. Innovasjon Norge er sjóður í eigu ríkis og sveitarfélaga og eru margir á því að það sé ekki forsvaranlegt að þeir hafi stutt reksturinn. 
 
„Við höfum séð myndina og ég viðurkenni að hún hafði áhrif á okkur. Það er aldrei hægt að réttlæta illa meðferð á dýrum og myndin sýnir aðstæður sem við verðum að fá útskýringar á. Við höfum eigin meginreglu fyrir góða viðskiptahætti sem gildir fyrir alla viðskiptavini okkar og samstarfsaðila. Þar að auki erum við mjög upptekin af því að viðskiptavinir okkar haldi sig innan ramma laga og reglna,“ segir Kristin Well-Strand hjá Innovasjon Norge. 
 
Í samtali við sjónvarpsstöðina Stöð 2 í Noregi sagði framkvæmda­stjóri IPI, sem eiga SIA Baltic Pork, Ove Henrik Mørk Eek, að fyrirtæki þeirra í Lettlandi væri rekið eftir þarlendum lögum og eftir regluverki Evrópusambandsins. 
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...