Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kokkanemendur Menntaskólans í Kópavogi, ásamt Hinriki Carli, kennara sínum (með appelsínugulu derhúfuna), heimsóttu garðyrkjubændur og voru alsælir þegar heim var komið eftir frábæran dag.
Kokkanemendur Menntaskólans í Kópavogi, ásamt Hinriki Carli, kennara sínum (með appelsínugulu derhúfuna), heimsóttu garðyrkjubændur og voru alsælir þegar heim var komið eftir frábæran dag.
Mynd / KLS
Líf og starf 10. nóvember 2022

Upplifðu ferskleika íslenska grænmetisins frá fyrstu hendi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Kokkanemendur Menntaskólans í Kópavogi heimsóttu íslenska garðyrkjubændur á dögunum.

Undanfarin ár hefur Sölufélag garðyrkjumanna ásamt Matar- tímanum farið í sveitaferðir með kokkanema Menntaskólans í Kópavogi (MK) í samstarfi við kennara. „Við fræðum nemendur um starfsemi Sölufélagsins og kynnum þá fyrir bændum til að þau geti upplifað ræktunina frá fyrstu hendi. Nemendur spyrja margra spurninga og eru mjög fróðleiksfúsir. Kokkanemarnir hafa mikinn áhuga á hráefninu, sem þau eru kynnt fyrir og eru þessar ferðir fléttaðar inn í námsefnið,“ segir Kristín Linda Sveinsdóttir hjá Sölufélagi garðyrkjumanna.

Teknar voru upp gulrætur, blóm- og spergilkál hjá garðyrkjustöðinni Jörfa á Flúðum undir handleiðslu Ragnheiðar Georgsdóttur.

Tilgangurinnvaraðtakameðsér grænmeti í skólann þar sem nemendur vinna sértæk verkefni er tengjast nýtingu og geymslu grænmetis. Ragnheiður fræddi þau einnig um ræktun Flúðasveppa.

Óli Finnsson hjá garðyrkjustöðinni Heiðmörk í Laugarás fræddi nemendur um íslenska eldpiparinn, sem þau fengu einnig að smakka við mikla hrifningu. Þá sögðu Hlynur og Ljúpa á garðyrkjustöðinni Kinn í Hveragerði frá sinni starfsemi við ræktun á blaðkáli (Pak choi). Magnús og Sigurlaug á garðyrkjustöðinni Hveratúni í Laugarási fræddu þau um ræktun rósasalats, klettasalats og grandsalats og Helena á Friðheimum í Reykholti leiddi þau um gróðurhúsin og sagði frá allri þeirra starfsemi og sýndi þeim inn í stóreldhús staðarins.

Að lokum var farið í heimsókn til Gunnars Þorgeirssonar og Sigurdísar Eddu Jóhannsdóttur í Ártanga í Grímsnesi þar sem nemendurnir fengu fróðlegar upplýsingar um þær fjölmörgu kryddtegundir sem ræktaðar eru á garðyrkjustöðinni.

Kristín Linda segir að hópurinn hafi alls staðar fengið frábærar móttökur og að garðyrkjubændur fagni alltaf þegar þeir fái tækifæri til að kynna starfsemi sína.

„Það er margt sem kemur nemendum á óvart og við finnum hversu mikilvægt það er að gefa þeim tækifæri að komast í snertingu við ræktunina og ná tengingu við bændurna og vita hvaðan íslenska grænmetið kemur,“ segir Kristín Linda og bætir við.

„Mikilvægi þess að matreiðslumenn viti hvaðan hráefnið kemur og hvernig það er ræktað er mjög mikils virði. Einnig er mikilvægt að mynda tengingu beint við bóndann til að geta leitað til hans í framtíðinni. Það er mikið og gott starf sem er unnið í MK og við reynum að vera framsækin og fylgja því sem er að gerast á markaðinum hverju sinni,“ segir Hinrik Carl Ellertsson, kennari í MK.

5 myndir:

Skylt efni: garðyrkjubændur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f