Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Upphituð nærföt … – ertu ekki að grínast!
Á faglegum nótum 6. júlí 2015

Upphituð nærföt … – ertu ekki að grínast!

Höfundur: HjörturJónson

Í lok maí og byrjun júní fór ég hvorn sinn hringinn í kringum landið á mótorhjóli. Fyrirfram var vitað að þetta yrðu frekar kaldar ferðir. Eyþór Örlygsson hjá Reykjavík Motor Center bauð mér að prófa nærföt sem eru upphituð í ferðunum.

Ég vildi hvorki treyju né vesti þar sem ég keyri alltaf í brynju og minnist þess ekki að hafa orðið kalt í henni á efri hluta líkamans, en þáði síðar nærbuxur til að prófa. Vantrúaður á að þetta gerði nokkurt gagn var ég búinn að vera á ferðinni í nokkra daga áður en ég prófaði.

Þvílíkri undraflík hef ég ekki klæðst

Á fyrsta degi prófaði ég að vera með rafhlöðuna stillta á 25% af orku og eftir 10 og hálfan tíma var rafhlaðan ekki enn tóm. Næsta dag var ég með stillt á 50% og þá dugði rafhlaðan í 7 og hálfan tíma. Dag 3 hafði ég stillt á 75% og entist rafhlaðan þá í rúma 5 tíma. Með stillt á 75% var of heitt að labba nokkuð því þá svitnaði ég undan hitamottunum fyrir ofan hné og við buxnastrenginn þar sem eru hitamottur líka. Ef ég kom einhvers staðar inn þá var of heitt með stillinguna á 75%. Síðasta dag ferðarinnar var töluverð rigning og prófaði ég þá 100%, en varð að stoppa eftir um 10 mín. akstur og slökkva á rafhlöðunni þar sem 100% er of mikill hiti og mér fannst ég vera að brenna undan hitamottunum, setti svo síðar á 50% og þó svo að ég væri blautur fann ég ekki fyrir kulda á lærum og upp við buxnastreng.

Kjörið fyrir stangveiði, gæsaskyttur, grenjaskyttur og fleiri

Eftir þessa reynslu mína ætla ég ekki að skila prufubrókinni, hún getur komið sér vel við ýmisleg kuldastörfin. Fyrir mér er þessi flík eitthvað sem veiðimaður í kaldri á ætti að eiga, gæsaskytta sem bíður eftir morgunflugi á köldum haustmorgni eða grenjaskyttu sem verður að liggja á greni á köldum nóttum og að geta sett smá hita á brókina hlýtur að gera útiveruna þægilegri. Einnig mundi ég halda að svona klæðnaður henti vel fyrir björgunarsveitir til að klæða þann sem leitað er að þegar hann finnst blautur og kaldur. Eini ókosturinn sem ég sé við þessi föt er að þvo þau, en ég mundi bara fara í mínum í sturtu og hengja upp rennandi blautt á eftir sturtuna. Fötin eru til í ýmsum stærðum, en númerin eru frekar lítil og ég sem yfirleitt klæðist númeri M prófaði L sem var síður en svo of stórt, en verðið er með hleðslutæki og rafhlöðu: Bolur 25.229, vesti karl 41.636, vesti kona 39.449 og síðbuxur 31.558 kr.

Skylt efni: Nærföt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...