Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Árósasamningurinn grundvallast á þremur meginstoðum; aðgengi almennings að upplýsingum, rétti almennings til þátttöku í málsmeðferð þegar undirbúnar eru ákvarðanir af hálfu stjórnvalda í umhverfismálum og um aðgang almennings að réttlátri málsmeðferð umhverfismála.
Árósasamningurinn grundvallast á þremur meginstoðum; aðgengi almennings að upplýsingum, rétti almennings til þátttöku í málsmeðferð þegar undirbúnar eru ákvarðanir af hálfu stjórnvalda í umhverfismálum og um aðgang almennings að réttlátri málsmeðferð umhverfismála.
Mynd / smh
Fréttir 18. júní 2025

Uppfærsla á stöðu Árósasamningsins

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur sett til kynningar í Samráðsgátt stjórnvalda drög að uppfærðri skýrslu um stöðu á innleiðingu Árósasamningsins hér á landi, sem gefur almenningi aðkomu að stjórn umhverfismála.

Árósasamningurinn var innleiddur hér á landi í lög árið 2011, en hann er í stöðugri endurskoðun. Hann á rætur sínar í samningi sem 35 ríki undirrituðu í Árósum í Danmörku árið 1998 – og þar á meðal Ísland – og er talinn vera einn mikilvægasti alþjóðlegi samningurinn þegar kemur að þátttökulýðræði í umhverfismálum. Hann er bæði lagalega bindandi og hefur sett siðferðileg viðmið – og hefur haft víðtæk áhrif á stefnumótun og lagasetningu í umhverfismálum í Evrópu.

Samningurinn grundvallast á þremur meginstoðum; aðgengi almennings að upplýsingum og í hvaða tilvikum megi hafna beiðni um aðgang að þeim, rétti almennings til þátttöku í málsmeðferð þegar undirbúnar eru ákvarðanir af hálfu stjórnvalda í umhverfismálum og aðgengi almennings að réttlátri málsmeðferð umhverfismála.

Fjórða stöðuskýrslan

Skýrslan verður fjórða stöðuskýrsla Íslands um innleiðingu samningsins. Í tilkynningu umhverfis-, orkuog loftslagsráðuneytisins kemur fram að hún verði unnin í samráði við umhverfisverndarsamtök og taki ráðuneytið einnig við öllum ábendingum frá almenningi um efni hennar.

Í drögum að uppfærðri stöðuskýrslu Íslands um Árósasamninginn er fjallað um ýmis málefni sem lúta að réttindum almennings í umhverfismálum.

Meðal helstu mála má nefna aðgengi að upplýsingum, þátttöku í ákvarðanatökuferlum, rétt almennings og félagasamtaka til að leita réttar síns, sem og viðbrögð við gagnrýni vegna tímabundinna leyfa í fiskeldi. Þá er fjallað um stuðning við umhverfissamtök, hlutdeild þeirra í stefnumótun, og áframhaldandi vinnu við að styrkja upplýsingagjöf og framkvæmd samningsins í heild.

Í umfjöllun ráðuneytisins um uppfærsluna segir að auk aðildarríkjaráðstefnu sem og ríkjafundum sem haldnir eru árlega á vettvangi samningsins, séu reknir vinnuhópar um helstu málefni samningsins.

Aðildarríkjum ber að skila aðildarríkjaskýrslu til skrifstofu samningsins á fjögurra ára fresti þar sem farið er yfir stöðu innleiðingarákvæða samningsins í viðkomandi ríki og eru skýrslurnar teknar til umræðu á næstu aðildaríkjaráðstefnu samningsins. Mikilvægt er að öll sjónarmið komi fram í skýrslunni sem nú er unnið að, bæði sjónarmið stjórnvalda, almennings og félagasamtaka sem nýta sér þann rétt sem aðild að samningnum veitir.

Tekið verður við athugasemdum og ábendingum í Samráðsgáttinni til og með 30. júní næstkomandi.

Skylt efni: Árósasamningurinn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f