Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Uppfærsla á stefnumörkun
Fréttir 4. apríl 2023

Uppfærsla á stefnumörkun

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Búnaðarþing var haldið dagana 30.–31. mars sl. Starfsnefndir þingsins unnu þar að uppfærslu á stefnumörkun samtakanna sem samþykkt var á Búnaðarþingi 2022.

Fimm starfsnefndir unnu að uppfærslum á málaflokkum stefnumörkunarinnar. Meðal helstu ályktana má nefna að samþykkt var að fela stjórn Bændasamtaka Íslands að taka þátt í stofnun heildarsamtaka í landbúnaði með Samtökum fyrirtækja í landbúnaði.

Ályktað var um velferð bænda og dýra. Þörf sé á að koma á fót afleysingakerfi fyrir bændur, því skortur á slíkum úrræðum geti leitt til þess að bændur gangi of nærri sér, bæði andlega og líkamlega. Varðandi dýravelferð var ályktað á þá leið að mikilvægasta forsenda þess að sátt ríki í samfélaginu um að nýta dýraafurðir til matvælaframleiðslu sé að velferð dýranna sé tryggð af þeim sem um þau annast og að eftirlit með því sé trúverðugt, virkt og gegnsætt.

Þá er í ályktunum mælst til þess að neytendur á Íslandi hafi möguleika á upplýstu vali þegar kemur að upprunamerkingum matvæla. Eru matvælaframleiðlendur hvattir til að upprunamerkja tilbúna rétti og unnar kjötvörur þótt þeim sé það ekki skylt samkvæmt reglugerð og að innlendir framleiðendur sameinist um eitt upprunamerki sem fari á sem flest matvæli.

Sjá nánar á bls. 2, 4 og 7 í Bændablaðinu sem kom út í dag

Skylt efni: Búnaðarþing

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f