Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Hér má sjá yfir frjálsíþróttasvæði Ungmennafélagsins Vísis í Suðursveit við hlið félagsheimilisins. Vonast er til að völlurinn verði tilbúinn til notkunar í haust.
Hér má sjá yfir frjálsíþróttasvæði Ungmennafélagsins Vísis í Suðursveit við hlið félagsheimilisins. Vonast er til að völlurinn verði tilbúinn til notkunar í haust.
Mynd / aðsend
Fréttir 22. ágúst 2025

Uppbygging íþróttasvæðis á Hrolllaugsstöðum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Á Hrollaugsstöðum í Suðursveit er unnið hörðum höndum að uppbyggingu á fjölnota íþróttavelli að frumkvæði Ungmennafélagsins Vísis. Með styrk frá sveitarfélaginu og ótrúlegu átaki heimafólks er verið að skapa aðstöðu þar sem verður hægt að keppa í öllum greinum frjálsra íþrótta.

Bjarni er ekki bara formaður Vísis því hann er líka nýr formaður Ungmennasambandsins Úlfljóts (USÚ) og tók hann við því embætti af Jóhönnu Írisi Ingólfsdóttur á 92. ársþingi USÚ, sem fram fór á Hrolllaugsstöðum í vor.

Hver bær og nánast hver einasti íbúi í Suðursveit hefur lagt hönd á plóg á einn eða annan hátt við verkefnið. Bjarni MalmquistJónsson er formaður Vísis. „Ungmennafélagið var endurvakið úr dvala 2022 og síðan þá má segja að það hafi allt verið á fullu hjá okkur enda mikill kraftur í fólki sveitarinnar. Nýi frjálsíþróttavöllurinn er langstærsta verkefnið en sá völlur verður vonandi orðinn klár í haust með tartanbrautum og öllu öðru, sem sæmir góðum frjálsíþróttavelli. Það verður líka körfuboltavöllur á svæðinu og svo má segja frá því að það er mikill borðtennisáhugi í félaginu og fullt af krökkum að æfa borðtennis en við eigum fimm borð í dag,“ segir Bjarni, sem er frá bænum Jaðri í Suðursveit en býr í dag í Kópavogi. „Já, það er svolítið langt að fara þegar ég þarf að sinna formennskustarfinu en það er minnsta mál, hjartað slær í Suðursveit,“ segir Bjarni hlæjandi.

Allt unnið í sjálfboðavinnu

Um 130 félagar eru í Vísi og allir mjög áhugasamir um starfsemi félagsins. „Já, það eru orð að sönnu því allt, sem hefur verið unnið við nýja völlinn hefur verið unnið í sjálfboðavinnu af félögunum, ungum sem öldnum. Við þurftum að steypa heilmikið í sumar og þá mættu um 25 manns með bros á vör til að hjálpa til. Eftir steypuna var grillað og framtaki félaganna þannig fagnað,“ bætir Bjarni við.

Borðtennis slær í gegn

Í félagsheimilinu á Hrolllaugsstöðum er ungmennafélagið með nokkur borðtennisborð, sem njóta mikilla vinsælda. „Já, við erum með fimm borð og það eru alltaf einhverjir að spila á þeim þegar við erum með æfingar á miðvikudögum eða höldum mót. Það eru að jafnaði að mæta 15 til 20 á æfingarnar, sem hlýtur að teljast gott í ekki stærra félagi,“ segir Bjarni.

Ánægður bæjarstjóri

Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, dáist að kraftinum hjá félögum í Vísi. „Já, þetta er samfélagsverkefni í sinni tærustu mynd, hver bær og nánast hver einasti íbúi í Suðursveit hefur lagt hönd á plóg á einn eða annan hátt. Sannkallaður ungmennafélagsandi ríkir í Suðursveit og við erum gríðarlega stolt af því,“ segir Sigurjón.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...