Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, getur ekki verið annað en ánægður með þá miklu uppbyggingu sem á sér stað í sveitarfélaginu.
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, getur ekki verið annað en ánægður með þá miklu uppbyggingu sem á sér stað í sveitarfélaginu.
Fréttir 9. nóvember 2023

Uppbygging á Hvolsvelli

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mjög mikið er að gerast í uppbyggingu í kringum ferðaþjónustu í Rangárþingi eystra, bæði hjá litlum aðilum og stórum.

„Það virðist ekki vera neitt lát á uppbyggingu hjá okkur, alls staðar er verið að byggja og byggja. Núna eru til dæmis 74 íbúðir í byggingu á Hvolsvelli. Hinar 23 eru í byggingu í póstnúmeri 861, það er að segja í Fljótshlíð, Landeyjum og undir Eyjafjöllum,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, aðspurður hvort það hafi hægst eitthvað á byggingaframkvæmdum í sveitarfélaginu vegna hárrar verðbólgu og vaxta.

„Við erum að fara að opna á lóðaumsóknir í þriðja áfanga Hallgerðartúns á Hvolsvelli sem eru par-, rað- og fjölbýlishúsalóðir, alls 32 íbúðir,“ segir Anton enn fremur.

En hvaða fólk er aðallega að flytja í sveitarfélagið?

„Það er alls konar fólk að byggja hjá okkur, til dæmis ungt fólk sem hefur verið í minni íbúðum er að stækka við sig og eldra fólk sem er að byggja sér hentugra og viðhaldsminna húsnæði. Svo alls konar fólk sem flytur til okkar til þess að sinna sínum störfum í ferðaþjónustu, skólastofnunum og annarri þjónustu. Leigumarkaður á Hvolsvelli er mjög lítill eða enginn og þar er verulegur skortur. Við vonumst til að sú uppbygging sem er hafin og er í kortunum leysi það að einhverju leyti,“ segir Anton Kári.

„Það er mest megnis í dreifbýli, en þar eru áætlanir um talsverða uppbyggingu eins og nokkur stór hótel og gríðarlega flott spa. Einnig eru minni aðilar í uppbyggingu smáhýsa og fleira. Talsverð plön eru líka í gangi á Hvolsvelli, t.d. fyrsti áfangi 200 herbergja hótels sem verður staðsett við LAVA og svo er líka að fara í gang núna á næstu dögum uppbygging á miðbæjarreitnum okkar, en þar verða íbúðir í bland við verslun og þjónustu,“ segir Anton Kári og telur þróunina mjög ánægjulega og góða fyrir sveitarfélagið.

„Að vísu kallar það að sjálfsögðu á að okkar innviðir ráði við fjölgunina, sem við gerum nú þegar með nægu leikskólaplássi, skólaplássi og góðu úrvali af verslun og þjónustu.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...